Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   sun 13. september 2020 17:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Gylfi kom inn á í sigri á gömlu félögunum
Leikmenn Everton fagna sigurmarkinu.
Leikmenn Everton fagna sigurmarkinu.
Mynd: Getty Images
Tottenham 0 - 1 Everton
0-1 Dominic Calvert-Lewin ('55 )

Gylfi Þór Sigurðsson spilaði rúmar 20 mínútur þegar Everton lagði Tottenham að velli í síðari leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni. Leikurinn var á heimavelli Tottenham.

Everton byrjaði með þrjá nýja miðjumenn og Gylfi byrjaði á bekknum gegn sínum gömlu félögum.

Fyrri hálfleikurinn var markalaus en það var Richarlison sem fékk besta færið þegar korter var búið af leiknum. Hann komst þá einn gegn marki en setti boltann yfir markið úr svona nokkuð þröngu færi.

Eftir tíu mínútur í síðari hálfleik kom fyrsta markið þegar Dominic Calvert-Lewin skoraði eftir aukaspyrnu Lucas Digne. Mjög flott skallamark sem kom Everton í forystu.

Everton var ef eitthvað er líklegra til að bæta við en Tottenham að jafna. Ekki voru fleiri mörk skoruð og lokatölur 1-0 fyrir Everton.

Þetta er í fyrsta sinn sem Jose Mourinho, núverandi stjóri Tottenham, bíður ósigur í fyrsta leik tímabilsins í ensku úrvalsdeildinni.

Önnur úrslit:
England: Castagne og Vardy afgreiddu West Brom
Athugasemdir
banner
banner