Real hættir við Guehi - Liverpool horfir til Wolfsburg - Barca getur ekki borgað uppsett verð - Mainoo til Napoli
   sun 13. september 2020 14:53
Ívan Guðjón Baldursson
England: Castagne og Vardy afgreiddu West Brom
West Brom 0 - 3 Leicester
0-1 Timothy Castagne ('56)
0-2 Jamie Vardy ('74, víti)
0-3 Jamie Vardy ('84, víti)

Nýliðar West Bromwich Albion sýndu lit gegn Leicester City í dag en gæðamunurinn á liðunum reyndist of mikill.

Heimamenn voru líflegir í fyrri hálfleik en gestirnir frá Leicester fengu bestu færin. West Brom gerði vel fyrstu tíu mínútur síðari hálfleiks, allt þar til Timothy Castagne skoraði í sínum fyrsta keppnisleik fyrir Leicester. Belgíski bakvörðurinn skoraði með flottum skalla eftir fyrirgjöf frá Dennis Praet.

Eftir opnunarmarkið tók Leicester öll völd á vellinum og komust gestirnir nálægt því að skora áður en Jamie Vardy tvöfaldaði forystuna með marki úr vítaspyrnu eftir klaufalegt brot Kyle Bartley innan vítateigs.

Tíu mínútum síðar var brotið á James Justin innan teigs og aftur skoraði Vardy af punktinum. Í þetta sinn var það John O'Shea sem braut af sér.

Meira var ekki skorað og þægilegur sigur Leicester staðreynd.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner