Man Utd að styrkja sóknarleik sinn - Frimpong búinn í læknisskoðun hjá Liverpool - Villa hefur áhuga á Kelleher
   mið 13. september 2023 17:31
Brynjar Ingi Erluson
Marco Verratti formlega orðinn liðsfélagi Arons Einars (Staðfest)
Mynd: Al Arabi
Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur skrifað undir samning við Al-Arabi í Katar en hann kemur frá Paris Saint-Germain.

Verratti spilaði í ellefu ár hjá PSG en áður lék hann fyrir Pescara í B-deildinni á Ítalíu.

PSG var opið fyrir því að leyfa Verratti að fara í sumar og komu margir klúbbar til greina, þá helst í Sádi-Arabíu og á Ítalíu en á endanum ákvað hann að velja það að fara til Katar.

Al-Arabi lagði fram 45 milljóna evra tilboð sem PSG samþykkti og skrifaði hann í dag undir samning við félagið.

Verratti verður liðsfélagi íslenska landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar.


Athugasemdir