Ítalski miðjumaðurinn Marco Verratti hefur skrifað undir samning við Al-Arabi í Katar en hann kemur frá Paris Saint-Germain.
Verratti spilaði í ellefu ár hjá PSG en áður lék hann fyrir Pescara í B-deildinni á Ítalíu.
PSG var opið fyrir því að leyfa Verratti að fara í sumar og komu margir klúbbar til greina, þá helst í Sádi-Arabíu og á Ítalíu en á endanum ákvað hann að velja það að fara til Katar.
Al-Arabi lagði fram 45 milljóna evra tilboð sem PSG samþykkti og skrifaði hann í dag undir samning við félagið.
Verratti verður liðsfélagi íslenska landsliðsfyrirliðans, Arons Einars Gunnarssonar.
HERE WE GO! ??????#??????_?????? #?????? pic.twitter.com/DkpwTV3xh3
— Al-Arabi Sports Club (@alarabi_club) September 13, 2023
Athugasemdir