Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   þri 13. október 2020 12:15
Elvar Geir Magnússon
Chilwell og Trippier ekki með gegn Dönum
Kieran Trippier byrjaði gegn Belgum.
Kieran Trippier byrjaði gegn Belgum.
Mynd: Getty Images
Ben Chilwell og Kieran Trippier hafa yfirgefið enska landsliðshópinn og munu ekki vera með í Þjóðadeildarleiknum gegn Danmörku annað kvöld.

Enska knattspyrnusambandið hefur ekki gefið út skýringar á brotthvarfi þeirra.

Samkvæmt fréttum hefur Chilwell snúið aftur til Chelsea til skoðuna á smávægulegum meiðslum en Trippier fer af persónulegum ástæðun.

Trippier, sem spilar fyrir Atletico Madrid, var fyrirliði Englands í sigri gegn Wales í vináttulandsleik í síðustu viku. Hann var einnig í byrjunarliðinu í 2-1 sigrinum gegn Belgíu í Þjóðadeildinni.

Chilwell spilaði ekki í þeim leikjum en fyrir verkefnið braut hann sóttvarnareglur þegar hann mætti í afmælisveislu Tammy Abraham.

Gareth Southgate er enn með 28 manna hóp fyrir leikinn en möguleikar hans vinstra megin á vellinum eru nú takmarkaðri. Bukayo Saka eða Ainsley Maitland-Niles, leikmenn Arsenal, gætu byrjað gegn Dönum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner