Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   mið 13. október 2021 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Simeone spurði Suarez hvort það væri möguleiki að fá Messi
Mynd: EPA
Argentínski þjálfarinn Diego Simeone segist hafa rætt við Luis Suarez um möguleikann á að fá vin hans, Lionel Messi, til Atlético Madríd í sumar.

Messi yfirgaf Barcelona í sumar og samdi við franska olíurisann Paris Saint-Germain.

Barcelona fékk ekki heimild frá spænsku deildinni á að gera nýjan samning við Messi vegna launaþaks og þurfti því Messi að fara frá félaginu.

Messi og Suarez eru perluvinir en Simeone ræddi við úrúgvæska framherjann og spurði hvort það væri möguleiki á að fá Messi.

„Ég hringdi ekki í Leo, en ég hringdi í Luis. Ég spurði hann hvernig Messi hefði það og hvort hann hefði áhuga á því að koma til Atlético Madríd. Þetta tók ekki nema þrjá tíma því PSG ætlaði að fá hann," sagði Simeone.

„Ég hef aldrei fengið tækifærið til að vinna með Messi. Hann var alltaf hjá Barcelona og ég er búinn að vera hjá Atlético. Við náðum ekki heldur að spila saman með argentínska landsliðinu."

„Ef þú spyrð mig hvar Messi á að spila þá þarf hann að vera í liði sem vill vinna. Lið sem veit hvað það þarf að gera til að vinna en það skiptir í raun engu máli hvar hann spila. Ekki hugsa um hann, hugsaðu um liðið."

„Nei, ég hafði ekkert samband við Messi. Þetta var eins og að fylgjast með flugvél í loftinu,"
sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner