Marc Cucurella, bakvörður Chelsea, er ekki sáttur með dómgæsluna í úrvalsdeildinni á þessari leiktíð.
Spænski landsliðsmaðurinn verður í banni þegar Chelsea heimsækir Liverpool á Anfield um næstu helgi.
Cucurella vill meina að enskir dómarar séu sárir þar sem Spánn vann England í úrslitum á EM í sumar.
„Ég er kominn með fimm gul spjöld en hef brotið sjaldnar af mér. Þeir eru á eftir mér, sérstaklega í útileikjum. Þetta er eðlilegt, við unnum, ég lagði upp mark Oyarzabal, ég er að spila á þeirra heimavelli. Englendingar eru sárir," sagði Cucurella.
Athugasemdir