Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   sun 13. október 2024 11:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hlakkar til að mæta Alisson í úrvalsdeildinni - „Varð nokkuð reiður"
Mynd: Getty Images

Brasilíski vængmaðurinn Estevao Willian mun ganga til liðs við Chelsea frá Palmeiras næsta sumar þegar hann hefur náð átján ára aldri.


Hann fékk stórt hlutverk hjá Palmeiras á þessu ári en þessi 17 ára gamli vængmaður skoraði 11 mörk í 36 leikjum. Hann hefur spilað tvo landsleiki fyrir A-landslið Brasilíu.

Hann mun mæta landsliðsfélaga sínum, Alisson, í úrvalsdeildinni á næsta ári.

„Á skotæfingum byrjaði ég að skora úr öllum skotunum og Alisson varð nokkuð reiður. Hann sagðist bara vera að hita upp og ég ætti bara að bíða," sagði Estevao.

„Ég vona að ég geti gert þetta aftur gegn honum í úrvalsdeildinni á næsta ári."


Athugasemdir
banner
banner
banner