Amorim bíður eftir leyfi - Nkunku og fleiri orðaðir við Man Utd - Endo eftirsóttur
   sun 13. október 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Knudsen og De la Fuente sáttir að leikslokum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Evrópumeistarar Spánverja sigruðu 1-0 gegn Danmörku er þjóðirnar mættust í Þjóðadeildinni í gærkvöldi.

Spánverjar voru sterkari aðilinn og eftir góð færi í upphafi leiks tókst þeim ekki að skapa mikla hættu. Martín Zubimendi skoraði eina mark leiksins í síðari hálfleik með skoti sem Kasper Schmeichel, sem átti annars góðan leik á milli stanganna, átti að verja.

Danir fengu tækifæri til að skora sem þeir nýttu ekki þar sem David Raya var vel á verði þegar Spánverjar þörfnuðust hans.

„Við gerum fína hluti í fyrri hálfleik en okkur tókst ekki að hafa mikil áhrif á leikinn í síðari hálfleik. Fólk verður að skilja að við vorum að spila gegn ótrúlega sterkum andstæðingum," sagði Lars Knudsen bráðabirgðaþjálfari danska landsliðsins að leikslokum.

Luis de la Fuente landsliðsþjálfari Spánverja svaraði einnig spurningum og var kátur með frammistöðu sinna manna.

„Ég er sáttur með sigurinn, við spiluðum flottan leik gegn mjög sterkum andstæðingum þó við höfum verið betri í síðari hálfleik heldur en þeim fyrri. Martín (Zubimendi) er áreiðanlegur leikmaður sem er að verða sífellt mikilvægari partur af landsliðinu," sagði De la Fuente, sem var svo spurður út í ungstirnið Lamine Yamal sem fór haltrandi af velli eftir sigurinn.

„Lamine er stórkostlegur leikmaður og það mun vera sparkað í hann, þetta er partur af fótbolta. Ekki býst hann við að varnarmennirnir kyssi hann þegar hann fer framhjá þeim? Þetta er þekkt fyrirbæri að reyna að hræða góða fótboltamenn með tæklingum og þess vegna erum við með dómara."
Athugasemdir
banner
banner
banner