Maguire til sölu á afslætti - Framtíð Haaland ekki hjá Man City
   sun 13. október 2024 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Liðsfélagar Mbappé koma honum til varnar: Á sér ekkert líf
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images
Franska stjórstjarnan Kylian Mbappé er ekki með landsliðshópi Frakklands fyrir leiki í Þjóðadeildinni í landsleikjahlénu sem yfir stendur, þrátt fyrir að hafa verið í byrjunarliði Real Madrid um síðustu helgi.

Mbappé er ekki talinn vera að glíma við meiðsli og vakti það mikla umræðu þegar fregnir af honum að skemmta sér bárust í fjölmiðla.

Mbappé var að skemmta sér í Svíþjóð sama kvöld og Frakkland lagði Ísrael að velli í Þjóðadeildinni og hafa landsliðsfélagar hans komið honum til varnar.

Miðjumaðurinn Youssouf Fofana og varnarmaðurinn Ibrahima Konaté lögðu sitt til málanna.

„Fólk gerir það sem það vill þegar það er í fríi. Kylian er frábær náungi, frábær atvinnumaður og frábær landsliðsmaður fyrir Frakkland. Fjölmiðlar eru alltof harðir við hann," sagði Fofana í gær og var Konaté spurður sömu spurningar.

„Stundum reyni ég að setja mig í hans spor og ég virkilega veit ekki hvort mér hefði tekist að lifa hans lífi. Þið getið rétt ímyndað ykkur áreitið sem fylgir honum hvert sem hann fer. Ég veit ekki hvort ég hefði höndlað þetta. Hann hefur mögulega brotnað alvarlega niður á ferlinum en ég veit það ekki. Þetta er eitthvað sem mig langar að ræða við hann um," svaraði Konaté.

„Þetta er ungur maður sem á sér ekkert líf! Það hlýtur að vera mjög erfitt."
Athugasemdir
banner
banner
banner