
„Þetta er gott stig að fara með úr þessum glugga," sagði markvörðurinn Elías Rafn Ólafsson eftir 2-2 jafntefli gegn Frakklandi í kvöld.
„Við erum að þjást saman í lokin. Það er líka eitthvað sem við verðum að vera góðir í. Við klárum það í dag."
„Við erum að þjást saman í lokin. Það er líka eitthvað sem við verðum að vera góðir í. Við klárum það í dag."
Lestu um leikinn: Ísland 2 - 2 Frakkland
Orðið „suffera" eða „þjást" sem Elías notaði í viðtalinu er orð sem Arnar Gunnlaugsson, landsliðsþjálfari, elskar og hefur notað mikið í gegnum tíðina.
„Jájá, maður verður líka að kunna það. Við verðum að stíga upp saman og þetta er gott stig."
Elías átti mjög góðan leik í marki Íslands.
„Það datt meira með okkur en í Úkraínuleiknum. En þú veist, þetta hefði alveg eins getað endað sem sigur hjá okkur."
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir