Endrick, Marcus Rashford, Kobbie Mainoo, Harvey Elliott og N'Golo Kante og fleiri koma fram í slúðurpakka dagsins.
banner
   sun 13. nóvember 2022 20:54
Brynjar Ingi Erluson
Ítalía: Meistararnir unnu á sjálfsmarki í uppbótartíma
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Milan 2 - 1 Fiorentina
1-0 Rafael Leao ('2 )
1-1 Antonin Barak ('28 )
2-1 Nikola Milenkovic ('90 , sjálfsmark)

Ítalska meistaraliðið Milan hafði heppnina örlítið með sér er liðið vann Fiorentina, 2-1, á San Siro-leikvanginum í Mílanó í kvöld, en spilað var í fimmtándu umferð Seríu A.

Það ætti ekki að koma mörgum á óvart að portúgalski sóknarmaðurinn Rafael Leao hafi komið Milan yfir á 2. mínútu leiksins en sá er heldur betur tekið framförum síðasta árið eða svo.

Olivier Giroud snéri bakið í andstæðinginn, um það bil 40 metrum frá marki, náði að leggja hann til hliðar í hlaupaleið fyrir Leao sem tók af stað. Hraði Leao var það mikill að hann gat leyft sér að undirbúa skotið í ró og næði áður en hann teiknaði boltann niðri í hægra hornið.

Flórensarliðið kom til baka með marki frá Antonin Barak á 28. mínútu er hann hirti frákast í teignum. Nokkrum mínútum áður átti Riccardo Saponara skot í stöng.

Um miðjan síðari hálfleikinn var Fikayo Tomori dæmdur brotlegur í teignum er hann vafðist í Jonathan Ikone. VAR tók hins vegar vítaspyrnudóminn til baka.

Tomori kom Milan til bjargar undir lok leiks er hann náði að hreinsa af línunni og stuttu síðar kom sigurmarkið. Ante Rebic ætlaði að gera sig líklegan að skalla boltann í netið eftir fyrirgjöf en Nikola Milenkovic, varnarmaður Fiorentina, kom honum í eigið net í staðinn. VAR skoðaði hvort Rebic hafi handleikið boltann í markinu en svo var ekki og lokatölur því 2-1 fyrir Milan.

Milan er með 33 stig í 2. sæti deildarinnar, átta stigum á eftir toppliði Napoli, en Fiorentina er í 10. sæti með 19 stig.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 10 7 1 2 16 8 +8 22
2 Inter 10 7 0 3 24 12 +12 21
3 Roma 9 7 0 2 10 4 +6 21
4 Milan 9 5 3 1 14 7 +7 18
5 Juventus 10 5 3 2 14 10 +4 18
6 Como 10 4 5 1 12 6 +6 17
7 Bologna 10 4 3 3 13 8 +5 15
8 Udinese 10 4 3 3 12 15 -3 15
9 Cremonese 10 3 5 2 12 12 0 14
10 Atalanta 10 2 7 1 13 8 +5 13
11 Sassuolo 9 4 1 4 10 10 0 13
12 Torino 10 3 4 3 10 16 -6 13
13 Lazio 9 3 3 3 11 7 +4 12
14 Parma 10 2 4 4 5 9 -4 10
15 Cagliari 9 2 3 4 9 12 -3 9
16 Lecce 10 2 3 5 8 14 -6 9
17 Pisa 10 0 6 4 7 14 -7 6
18 Verona 10 0 5 5 6 16 -10 5
19 Fiorentina 10 0 4 6 7 16 -9 4
20 Genoa 9 0 3 6 4 13 -9 3
Athugasemdir
banner
banner
banner