Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fös 13. desember 2019 13:28
Magnús Már Einarsson
Mane og Klopp bestir í nóvember
Sadio Mane, leikmaður Liverpool, hefur verið valinn leikmaður nóvember mánaðar í ensku úrvalsdeildinni og Jurgen Klopp hefur verið valinn stjóri mánaðarins.

Liverpool vann alla fjóra leiki sína í úrvalsdeildinni í nóvember og hélt góðri forystu á toppi deildarinnar.

Mane fór á kostum í þessum leikjum en hann skoraði þrjú mörk og lagði upp eitt.

Kevin de Bruyne, miðjumaður Manchester City, var verðlaunaður fyrir mark mánaðarins en það kom með þrumuskoti í slána og inn gegn Newcastle.
Athugasemdir
banner