Delap nálgast Man Utd - Rift við Laporte - Arsenal og Liverpool berjast um Huijsen
Hektor Bergmann: Þetta er besta tilfinning í heimi
Jökull eftir sigur í vító: „Eigum sittera fyrir framan markið“
Alexander Aron: Hægt að fara með þennan leik upp í KSÍ og kenna hvernig á að spila fótbolta
Maggi: Fer ekkert ofan af því að það væri fínt að fá VAR til Íslands
Elmar Kári: Draumur að fá þann heiður að taka þátt í þessu verkefni
Pressa á Jóni Þór? - „Það er alveg klárt mál"
Venni sló á létta strengi: Evrópudraumurinn er farinn
Túfa: Að mínu mati eitt af þremur bestu liðunum í Lengjudeildinni
Oliver: Þrennan hefði mátt detta
„Það eru bara hærri hlaupatölur þegar við spilum við KR en önnur lið"
Óskar Hrafn: Í dag duttum við af hjólinu
„Veit ekki hvort að menn hafi haldið að þetta kæmi að sjálfu sér"
Brynjar Kristmunds: Þurftum að bera ákveðna virðingu fyrir því
Bjarni Jó: Heppnaðist illa og ég tek það á mig
Siggi Höskulds: Erum að spyrja fullt af spurningum
Gylfi Tryggvason: Svo kemur Lotta bara með einhverja töfra
Karlotta: Ég er bara stolt af liðinu og þetta var góður sigur
John Andrews: Stundum þegar þú ert að spila hræddur þrýstir þér það upp á næsta stig
Óli Kristjáns: Bara feikilega ánægður
Álfa: Við viljum bara komast í úrslit
   mán 13. desember 2021 13:50
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ekki á leið heim þrátt fyrir upp og niður tímabil - „Þetta er draumurinn"
Á landsliðsæfingu í júní.
Á landsliðsæfingu í júní.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Tímabilið var upp og niður, hefði verið til í að spila meira en heilt yfir er ég nokkuð sáttur," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, við Fótbolta.net.

Valgeir gekk í raðir Häcken fyrir tímabilið 2021 frá Val og vonast hann eftir því að spila meira á næsta tímabili.

„Ég er algjörlega að fýla það að vera í Svíþjóð í atvinnumennsku. Þetta er draumurinn og búið að vera draumurinn síðan maður byrjaði í fótbolta. Ég gæti ekki beðið um meira."

Verðuru í stærra hlutverki á næsta tímabili?

„Ég veit það svo sem ekki en eins og staðan er núna, ef hægri bakvörðurinn verður áfram, þá verður áfram hörkusamkeppni. Það var eiginlega þannig að þó að ég gerði vel á æfingum þá var hann samt alltaf með yfirhöndina, þjálfararnir treystu honum."

Kom tímapunktur um mitt sumar að þú færir til annars félags á láni?

„Já, það kom alveg upp að fara á lán til sænsks félags en það var á síðasta degi gluggans þannig það fór ekki í gegn."

Valgeir segist vera á leiðinni í ræktina að kaupa sér ræktarkort sem nýtt verður þar til hann fer aftur út til Svíþjóðar.

Kemur til greina að snúa aftur í Val núna fyrir næsta tímabil?

„Nei, ekki á þessum tímapunkti. Ég einbeiti mér að því að koma mér í liðið hjá Häcken. Ég ætla að halda mér úti ef það er möguleiki," sagði Valgeir sem sagðist ekki hafa heyrt í Völsurum í vetur.
Athugasemdir
banner
banner