„Tímabilið var upp og niður, hefði verið til í að spila meira en heilt yfir er ég nokkuð sáttur," sagði Valgeir Lunddal Friðriksson, leikmaður Häcken í Svíþjóð, við Fótbolta.net.
Valgeir gekk í raðir Häcken fyrir tímabilið 2021 frá Val og vonast hann eftir því að spila meira á næsta tímabili.
Valgeir gekk í raðir Häcken fyrir tímabilið 2021 frá Val og vonast hann eftir því að spila meira á næsta tímabili.
„Ég er algjörlega að fýla það að vera í Svíþjóð í atvinnumennsku. Þetta er draumurinn og búið að vera draumurinn síðan maður byrjaði í fótbolta. Ég gæti ekki beðið um meira."
Verðuru í stærra hlutverki á næsta tímabili?
„Ég veit það svo sem ekki en eins og staðan er núna, ef hægri bakvörðurinn verður áfram, þá verður áfram hörkusamkeppni. Það var eiginlega þannig að þó að ég gerði vel á æfingum þá var hann samt alltaf með yfirhöndina, þjálfararnir treystu honum."
Kom tímapunktur um mitt sumar að þú færir til annars félags á láni?
„Já, það kom alveg upp að fara á lán til sænsks félags en það var á síðasta degi gluggans þannig það fór ekki í gegn."
Valgeir segist vera á leiðinni í ræktina að kaupa sér ræktarkort sem nýtt verður þar til hann fer aftur út til Svíþjóðar.
Kemur til greina að snúa aftur í Val núna fyrir næsta tímabil?
„Nei, ekki á þessum tímapunkti. Ég einbeiti mér að því að koma mér í liðið hjá Häcken. Ég ætla að halda mér úti ef það er möguleiki," sagði Valgeir sem sagðist ekki hafa heyrt í Völsurum í vetur.
Athugasemdir