
Argentína er komið í 1-0 gegn Króatíu í undanúrslitum HM í Katar en Lionel Messi skoraði markið á 34. mínútu úr vítaspyrnu.
Lestu um leikinn: Argentína 3 - 0 Króatía
Leikurinn hafði verið fremur lokaður og var hættulegasta færið fram að vítaspyrnunni er Enzo Fernandez átti skot sem Dominik Livakovic sá við.
Þegar rúmur hálftími var liðinn af leiknum náði Julian Alvarez að sleppa í gegn og þegar hann var kominn inn í teig ákvað hann að lyfta boltanum yfir Livakovic sem hljóp út á móti.
Livakovic fór harkalega í Alvarez áður en varnarmenn Króata náðu að bjarga marki, en Daniele Orsato dómari leiksins, benti strax á punktinn og gaf Livakovic gula spjaldið fyrir brotið.
Það var auðvitað Lionel Messi sem steig á punktinn og skoraði með föstu skoti. Hægt er að sjá vítaspyrnuna og markið hér fyrir neðan.
Argentínumenn fá vítaspyrnu eftir að Livakovic felldi Alvarez innan teigs pic.twitter.com/BSCSHlfr23
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2022
Lionel Messi var öryggið uppmálað af punktinum og Argentínumenn ærast af fögnuði! pic.twitter.com/gXeIRHCbYa
— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) December 13, 2022
Athugasemdir