Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 16:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Dr. Football 
Galdur á leið heim? - Orðaður við tvö félög
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag var unglingalandsliðsmaðurinn Galdur Guðmundsson orðaður við heimkomu frá FC Kaupmannahöfn.

Galdur er 18 ára kantmaður sem gekk í raðir FCK frá Breiðabliki sumarið 2022. Samningur hans við danska stórliðið rennur út næsta sumar. Hann lék sinn fyrsta leik með aðalliði FCK í mars á síðasta ári þegar hann kom inn á í æfingaleik gegn B93.

„Það virðist vera þannig að hann fái ekki endurnýjun á samningi og það eru lið hérna heima byrjuð að heyra í honum. Víkingur og KR hafa verið nefnd til sögunnar," sagði Gunnar Birgisson í þætti dagsins.

Það er einnig áhugi á Galdri frá félögum í Skandinavíu.

Galdur á að baki 14 leiki fyrir yngri landsliðin, þar af átta fyrir U19. Hann er uppalinn hjá ÍBV og Breiðablik; skipti yfir í Breiðablik sumarið 2019 og þremur árum seinna var hann farinn út. Hann kom við sögu í einum leik með Blikum 2021 og sex leikjum 2022.





Athugasemdir
banner
banner