Liverpool skoðar Davies - City fer á markaðinn - Man Utd vill Gutierrez - Bruno og Garnacho ekki öruggir - Fleiri orðaðir frá United
   fös 13. desember 2024 20:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Paolo og Cameron áfram hjá Víði
Paolo Gratton
Paolo Gratton
Mynd: Víðir
Bandaríkjamennirnir Paolo Gratton og Cameron Briggs munu spila með Víði í 2. deild næsta sumar en þeir skrifuðu undir nýja samninga við félagið.

Paolo gekk til liðs við félagið í fyrra eftir að hafa spilað með Tindastól sumarið 2022. Paolo er 24 ára og spilar sem miðjumaður. Hann hefur leikið 61 leik fyrir Víði og skorað níu mörk.

Cameron er miðvörður sem gekk til liðs við Víði síðasta sumar. Hann var valinn leikmaður ársins að mati liðsfélaga sinna og þá var hann í liði ársins í 3. deild hjá Fótbolta.net

Víðir leikur í 2. deild næsta sumar en liðið hafnaði í 2. sæti í 3. deild síðasta sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner