þri 14. janúar 2020 14:30
Magnús Már Einarsson
Robertson: Metin skipta engu ef við vinnum ekki titilinn
Mynd: Getty Images
Andy Robertson, vinstri bakvörður Liverpool, segir að met skipti leikmenn liðsins engu máli heldur sé eina markmiðið að landa enska meistaratitlinum í vor.

Liverpool er með 61 stig eftir 21 umferð sem er met í fimm stærstu deildum Evrópu.

Aðspurður út í metin sagði Robertson: „Við hugsum ekki um þau."

„Já, ef við sláum met á leiðinni þá er það fínt mál en við horfum bara á það ef við náum titlinum."

„Á síðasta tímabili slógum við met í að halda hreinu en enduðum með tómar hendur í ensku úrvalsdeildinni. Met hafa enga þýðingu nema þú náir lokamarkmiðinu. Vonandi kemur það á þessu tímabili."

Athugasemdir
banner
banner