Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 14. janúar 2021 13:04
Elvar Geir Magnússon
Aron Einar í viðtali við heimasíðu FIFA
Icelandair
Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson er í viðtali við heimasíðu FIFA í dag en þar ræðir hann um íslenska landsliðið og lífið í Katar þar sem hann spilar nú fyrir Al Arabi.

Í viðtalinu er rætt um ýmislegt, allt frá muninum á veðrinu á Íslandi og Katar til húðflúrsins magnaða sem Aron er með á bakinu.

Hann ræðir einnig um komandi undankeppni HM þar sem barist verður um sæti á HM í Katar 2022. Aron segir að Erik Hamren hafi verið óheppinn með meiðsli leikmanna í stjórnartíð sinni hjá landsliðinu.

„Við komumst næstum á EM, töpuðum á síðustu mínútu í umspilinu. Það var erfitt að kyngja því. En núna erum við komnir með nýja þjálfara og ég tel að það séu alvöru möguleikar á því að komast í gegnum riðilinn," segir Aron.

„Þýskaland er auðvitað sigurstranglegast í okkar riðli en Rúmenía, Norður-Makedónía, Armenía og Liechtenstein. Ég er vongóður um að við getum vel og leikmenn eru klárlega vel gíraðir í að komast aftur á HM. Margir leikmenn eru komnir yfir þrítugt og vita að þetta er sennilega síðasta tækifærið."

Smelltu hér til að lesa viðtalið við Aron.


Athugasemdir
banner
banner
banner