Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   fös 14. janúar 2022 14:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Þú ert alltaf að reyna giska"
Icelandair
Hress
Hress
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Damir Muminovic hefur komið vel inn í íslenska hópinn
Damir Muminovic hefur komið vel inn í íslenska hópinn
Mynd: KSÍ
Ingvar og fleiri flottir á landsliðsæfingu.
Ingvar og fleiri flottir á landsliðsæfingu.
Mynd: KSÍ
Samstarfið hefur gengið vel
Samstarfið hefur gengið vel
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, sat fyrir svörum á fréttamannafundi í dag. Framundan er leikur gegn Suður-Kóreu á morgun. Ljóst er að Ingvar Jónsson getur ekki spilað vegna meiðsla og þá er Brynjólfur Andersen Willumsson áfram í einangrun.

Hér að neðan má sjá þær spurningar og þau svör sem Arnar veitti á fundinum fyrr í dag.

Eiga von á allt öðrum leik
„Við eig­um von á allt öðrum leik. Það vant­ar 4-5 sem eru oft­ast í byrjunarliðinu hjá þeim. Það vant­ar miðjumennina þeirra og Son (leikmann Tottenham). Að öðru leyti er þetta sterk­ur hóp­ur hjá þeim sem hef­ur spilað lengi sam­an."

„Þjálf­ar­inn tók við fyr­ir nokkrum og þeir hafa breytt sín­um leikstíl. Þeir eru ekki bara skynd­isókn­arlið leng­ur, held­ur halda bolt­an­um bet­ur innan liðsins. Við eig­um ekki von á því að stjórna leikn­um á morg­un eins og á móti Úganda og að því leyti verður þetta öðruvísi,"
sagði Arnar.

Fékk mörg svör gegn Úganda
Ertu að sjá á æfingum og í þessum leik gegn Úganda einhverja menn sem eru klárir í alvöruna, að spila keppnisleik fyrir Ísland?

„Eins og ég talaði um fyrr í vikunni þá eru það þessi svör sem ég vil fá frá leikmönnunum, hverjir koma inn og sýna okkur að þeir séu klárir. Það voru mörg svör sem komu á móti Úganda en svo snýst þetta líka um að kynnast þeim leikmönnum sem ég hef aldrei unnið með áður."

„Það er mjög jákvætt að sjá karakterinn hjá leikmönnum og hvernig þeir fúnkera í hóp. Það er erfitt að segja til um það núna akkúrat hverjir verða strax með aftur í mars. Það fer eftir því hvaða leikmenn eru klárir í slaginn í mars."

„Stærsta verkefnið fyrir okkur var líka að tengja þetta við þá leikmenn sem eru ennþá gjaldgengir í U21 árs landsliðið til þess að sjá hvort þeir séu klárir í skrefið upp á við. Það er mikill munur á því að spila fyrir U21 og A-landsliðið. Öftustu sex á móti Úganda, varnarlínan, djúpi miðjumaðurinn og markvörðurinn - þar erum við með leikmenn sem eru á U21 aldri. Ég var mjög ánægður með þau svör sem ég fékk frá þessum leikmönnum."


Suður-Kórea mun líklega stjórna leiknum
Hverja verða áherslurnar á morgun?

„Áhersl­urn­ar verða öðru­vísi en á móti Úganda. Við vilj­um loka á þessi litlu mis­tök og í dag fór­um við yfir varnarfærslur, hvenær og hvar viljum við setja pressu á andstæðinginn. Suður-Kórea spil­ar 4-3-3 sem er spegilmyndin á okk­ar kerfi oft á tíðum. Það er gott að fá leik á móti mjög góðu liði og liði sem spil­ar hraðan fót­bolta til að æfa þessa varnarfærslu."

Mjög jákvætt hvernig eldri leikmenn hafa miðlað til þeirra yngri
Eldri og reynslumeiri leikmennirnir, eins og Arnór Ingvi, Jón Daði, Ingvar og Damir - ertu búinn að vera ánægður með þá í kringum yngri leikmennina?

„Já, það er búið að vera mjög jákvætt. Þrátt fyr­ir að Ingvar sé mjög svekkt­ur með að hafa meiðst þá hef­ur hann verið mjög jákvæður í kring­um yngri markverðina. Þá hef­ur Damir verið mjög já­kvæður og mik­ill leiðtogi. Ég er að kynn­ast þeim í fyrsta skipti og þeir hafa litið vel út. Damir hefur strax stigið inn og tekið sína stöðu í hópnum. Þetta eru allt leikmenn sem hafa verið mjög jákvæðir gagnvart yngri leikmönnum. Þó að þeir ungu séu efnilegir þá verða þeir líka að stíga upp og læra hratt, við höfum ekki endalausan tíma til þess að læra. Við þurfum að læra hratt af þeim mistökum sem við gerum."

Samstarfið við Davíð Snorra og Óla Inga gengið vel - Vildi ekki ræða aðstoðarþjálfarastöðuna
Samstarfið við Davíð Snorra Jónasson og Ólaf Inga Skúlason. Hvernig finnst þér það hafa gengið og er annar þeirra möguleiki í að verða þinn aðstoðarmaður til frambúðar? Arnar er í leit að aðstoðarmanni og hann hefur sagt að efstu þrír á sínu blaði séu Íslendingar.

„Þú (fréttaritari) ert alltaf að reyna giska," sagði Arnar og glotti. „Samstarfið hefur gengið vel, ég ætla ekki að fara út í aðstoðarþjálfarastöðuna, hver gæti orðið - við förum yfir það strax eftir verkefnið. Við höfum skipt verkefnum á milli okkar, Davíð Snorri hefur meira verið í leikagreiningu á Úganda og Ólafur Ingi að greina Suður-Kóreu. Síðan höfum við greint okkar leik saman, þetta hefur verið mjög jákvætt og skemmtilegt fyrir mig að fá þá inn og fá líka þeirra hugmyndir. Það er gott að fá ferskar og nýjar hugmyndir sem maður getur lært af sjálfur," sagði Arnar.

Hann var spurður að lokum hvort að það væri möguleiki á því að Brynjólfur yrði lengur í Tyrklandi þar sem hann er í einangrun vegna covid-19 smits. Arnar þekkti ekki reglurnar alveg og þorði ekki að fara með sóttvarnarreglur í Tyrklandi.
Athugasemdir
banner
banner
banner