Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
   þri 14. janúar 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England í dag - Spennandi slagir í deild og bikar
Það er nóg um að vera í enska boltanum í kvöld þar sem fjórir leikir fara fram í ensku úrvalsdeildinni og þrír í bikarnum.

Manchester City heimsækir Brentford í kvöld á sama tíma og Chelsea fær Bournemouth í heimsókn.

Hér er um tvo afar spennandi slagi að ræða en Man City og Chelsea hafa verið hikstandi að undanförnu.

West Ham tekur þá á móti Fulham í Lundúnaslag og fyrsta úrvalsdeildarleik Graham Potter við stjórnvölinn hjá félaginu, áður en Nottingham Forest tekur á móti Liverpool í toppslag.

Forest er óvænt við hlið Arsenal í öðru sæti deildarinnar, sex stigum á eftir Liverpool sem á þó leik til góða.

Stefán Teitur Þórðarson og félagar í Preston taka að lokum á móti Charlton í enska bikarnum á meðan Derby County heimsækir Leyton Orient og Wigan kíkir til Mansfield Town.

Úrvalsdeildin:
19:30 Brentford - Man City
19:30 West Ham - Fulham
19:30 Chelsea - Bournemouth
20:00 Nott. Forest - Liverpool

Enski bikarinn:
19:45 Preston NE - Charlton Athletic
19:45 Leyton Orient - Derby County
19:45 Mansfield Town - Wigan
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 10 8 1 1 18 3 +15 25
2 Man City 10 6 1 3 20 8 +12 19
3 Liverpool 10 6 0 4 18 14 +4 18
4 Sunderland 10 5 3 2 12 8 +4 18
5 Bournemouth 10 5 3 2 17 14 +3 18
6 Tottenham 10 5 2 3 17 8 +9 17
7 Chelsea 10 5 2 3 18 11 +7 17
8 Man Utd 10 5 2 3 17 16 +1 17
9 Crystal Palace 10 4 4 2 14 9 +5 16
10 Brighton 10 4 3 3 17 15 +2 15
11 Aston Villa 10 4 3 3 9 10 -1 15
12 Brentford 10 4 1 5 14 16 -2 13
13 Newcastle 10 3 3 4 10 11 -1 12
14 Everton 10 3 3 4 10 13 -3 12
15 Fulham 10 3 2 5 12 14 -2 11
16 Leeds 10 3 2 5 9 17 -8 11
17 Burnley 10 3 1 6 12 19 -7 10
18 West Ham 10 2 1 7 10 21 -11 7
19 Nott. Forest 10 1 3 6 7 19 -12 6
20 Wolves 10 0 2 8 7 22 -15 2
Athugasemdir
banner
banner