Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 14. febrúar 2020 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Fabrizio Romano: Pogba falur fyrir 100 milljónir evra
Mynd: Getty Images
Fabrizio Romano, fréttamaður sem starfar meðal annars fyrir Sky Sports og The Guardian, heldur því fram að heimsmeistarinn Paul Pogba sé falur fyrir 100 milljónir evra (83 milljónir punda) næsta sumar.

Pogba hefur lengi verið orðaður við brottför frá Manchester United og sagði Mino Raiola að Juventus væri mögulegur áfangastaður.

Pogba sinnti mikilvægu hlutverki í liði Man Utd á síðustu leiktíð en hefur verið mikið frá vegna meiðsla í ár. Hann er þó að koma aftur úr meiðslunum og stefnir á að klára tímabilið vel í enska boltanum og halda sér heilum fyrir EM í sumar.

Pogba á aðeins eitt og hálft ár eftir af samningi sínum við Man Utd og talið að félagið vilji selja hann frekar en að hætta á að missa hann á frjálsri sölu á næsta ári.

Auk Juventus hefur Real Madrid sýnt Pogba mikinn áhuga. PSG er einnig talið áhugasamt.
Athugasemdir
banner
banner
banner