Dortmund með risaverðmiða á Gittens - Greenwood til PSG - Bayern hætt við að fá Tah - Launakröfur Osimhen trufla
banner
   fös 14. febrúar 2025 23:02
Ívan Guðjón Baldursson
Davíð og Hólmbert komu inn af bekknum - Kristian spilaði allan leikinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Sparta Rotterdam
Það voru nokkrir Íslendingar sem komu við sögu í leikjum dagsins víða um Evrópu.

Davíð Kristján Ólafsson kom inn af bekknum þegar Cracovia var 0-1 undir á heimavelli gegn Korona Kielce í efstu deild pólska boltans. Cracovia tókst að jafna á lokakaflanum til að bjarga stigi og er liðið í fjórða sæti sem stendur, fjórum stigum frá Evrópusæti.

Hólmbert Aron Friðjónsson kom þá inn af bekknum í 2-0 tapi Preussen Münster gegn Paderborn í næstefstu deild þýska boltans. Hólmbert og félagar eru tveimur stigum fyrir ofan fallsæti, með 20 stig eftir 22 umferðir.

Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn í 1-0 tapi Sparta Rotterdam á útivelli gegn Go Ahead Eagles. Nökkvi Þeyr Þórisson fékk að spila síðustu 20 mínúturnar en tókst ekki að bjarga stigi fyrir gestina.

Sparta er í fallsæti, með 20 stig eftir 23 umferðir - fjórum stigum frá öruggu sæti.

Í Sameinuðu arabísku furstadæmunum sigruðu lærisveinar Milos Milojevic á útivelli gegn Al-Nasr. Þetta er annar sigurinn í röð í deildinni og er Al-Wasl í þægilegri stöðu í sjöunda sæti.

Að lokum fóru æfingaleikir fram þar sem Ham-Kam, Kolding, Esbjerg, Stromsgodset og Horsens mættu öll til leiks.

Cracovia 1 - 1 Korona Kielce

Paderborn 2 - 0 Preussen Munster

G.A. Eagles 1 - 0 Sparta Rotterdam

Al-Nasr 0 - 1 Al-Wasl

Ham-Kam 2 - 2 Bryne

Kolding 2 - 0 Vendsyssel

Esbjerg 3 - 0 BK Frem

Stromsgodset 0 - 0 Horsens

Athugasemdir
banner
banner