Viðræður við Vinicius - Isak spenntur fyrir Liverpool - United fylgist með Delap - Arsenal bíður til sumars
   fös 14. febrúar 2025 20:50
Ívan Guðjón Baldursson
Emilía skoraði í sigri Leipzig - Sara Björk hetjan í undanúrslitaleik
Mynd: RB Leipzig
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Emilía Kiær Ásgeirsdóttir var í byrjunarliði RB Leipzig sem sigraði 4-1 gegn Potsdam í efstu deild þýska boltans í dag.

Potsdam leiddi 0-1 í leikhlé en Emilíu tókst að jafna metin fyrir Leipzig snemma í síðari hálfleik.

Leipzig er í fimmta sæti þýsku deildarinnar með 25 stig eftir 15 umferðir, sjö stigum frá Meistaradeildarsæti. Potsdam er í botnsætinu með eitt stig.

Sara Björk Gunnarsdóttir var þá í byrjunarliðinu þegar Al-Qadisiah komst í úrslitaleik sádi-arabíska bikarsins eftir sigur gegn stórveldi Al-Nassr í vítaspyrnukeppni.

Al-Nassr tók forystuna í framlengingunni en Söru Björk tókst að jafna með marki úr vítaspyrnu á 104. mínútu og knýja leikinn þannig í vítaspyrnukeppni.

Al-Qadisiah vann vítakeppnina 4-2 til að tryggja sér sæti í úrslitaleiknum.

Leipzig 4 - 1 Potsdam
0-1 M. Schmid ('17)
1-1 Emilía Kiær Ásgeirsdóttir ('56)
2-1 G. Hoffmann ('60, víti)
3-1 G. Hoffmann ('81)
4-1 V. Fudalla ('93)
Athugasemdir
banner
banner
banner