Færist nær því að yfirgefa Man Utd - Barca ætlar að kaupa Rashford - Newcastle hefur áhuga á Ederson
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
Túfa um Val: Miðað við allt sem ég er búinn að gera á ég þetta ekki skilið
Aron Sig stendur við ummæli sín: Sjá allir að við erum að fara taka yfir
Elmar Atli sár og svekktur: Að taka þessa ákvörðun í þessari stöðu er óskiljanlegt
Var afskaplega drjúgur fyrir KR í úrslitaleikjunum
   fim 13. febrúar 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Matthías í baráttunni í kvöld.
Matthías í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Það er geðveikt að upplifa svona með íslensku fótboltaliði. Það er frábær tilfinning og ég er stoltur af liðinu. Fyrri hálfleikur er búinn með nýju þjálfarateymi. Þetta er geðveikt," sagði Matthías Vilhjálmsson sem skoraði seinna mark Víkings í mögnuðum sigri á Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í kvöld en heimaleikur Víkings fór fram í Helsinki í Finnlandi því Ísland á ekki viðunandi völl.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er ískalt hérna, menn voru að stífna upp í fyrri hálfleik, bæði hjá Panathinaikos og Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson) þurftu að fara snemma útaf. Það kemur bara maður í manns stað og það sýnir hversu öflug liðsheildin er og það vilja allir öllum vel. Það getur flutt lið ansi langt og við ætlum að halda því áfram."

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir snemma í leiknum. Aðspurður um tilfinninguna við að sjá það sagði Matthías: „Það var geðveikt tilfinning. Við köllum Davíð 'pressing monster' en þú þurfum við að fara að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það sjálfur. Þetta var geggjað. Það er líka geggjað að spila á móti svona stóru liði, ég hef margoft séð Panathinaikos í Meistaradeildinni þegar ég var að alast upp og man vel eftir heimavellinum þeirra. Markmiðið okkar var að eiga góðan séns fyrir seinni leikinn því ég er alveg viss um að það verður einstök upplifun fyrir alla sem koma að Víkingi."

Nánar er rætt við Matta í spilaranum að ofan. Hann er spurður út í markið sem hann skoraði en lengi þurfti að bíða eftir að VAR úrskurðaði um að það stæði.

„Ég hélt að þetta væri off, mér leið þannig að Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) væri off og spilaði svo á Ella (Erling Agnarson). Fyrst þetta tók svona langan tíma var þetta ansi tæpt en sem betur fer var ég heppinn í þetta skipti," sagði hann.


Athugasemdir