Everton vill fá Grealish á lægra verði - Man Utd á eftir Wharton - West Ham hafnaði tilboði Chelsea
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
Bjarni Jó: Það kannski einkennir lið sem er að falla
Ingimar Arnar skoraði sigurmarkið: Ég man ekki einu sinni eftir þessu
Jóhann Birnir: Svekkelsi
Sigfús Fannar: Þetta mark var fyrir hana
Siggi Höskulds: Fannst við eiga skilið að vinna þessa deild
Addi Grétars: Ekki mikil fótboltaleg gæði
Aron Ingi: Það var bara eitt markmið og það var að fara beint upp
Gústi Gylfa: Úr því sem komið var var markmiðið að halda sér uppi
Aron Birkir: Ég veit ég gat ekkert í fyrra
Alli Jói: Ekki bara leikjahæsti heldur besti leikmaður í sögu Völsungs
Gunnar Már: Við förum beint upp
HK náði markmiðinu - „Voru ótrúlega sterkir í hausnum"
Hafa áhuga á að halda áfram með Grindavík - „Spennandi hópur og við Marko vinnum vel saman"
Gunnar Heiðar: Lengri leið og hún verður bara skemmtilegri fyrir vikið
Bjarki stoltur eftir síðasta leikinn sinn - „Liðið hefur aldrei verið á betri stað"
Fannar Daði: Það var ekkert planið að spila á þessu tímabili
Jóhannes Karl: Aldrei spurning í seinni hálfleik hvernig þessi leikur fari
Óskar Smári: Í dag fannst mér við gefa ódýr mörk
Jói talar um leiksýningu hjá dómurunum - „Greinilega mjög hræddir við það umtal"
   fim 13. febrúar 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Matthías í baráttunni í kvöld.
Matthías í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Það er geðveikt að upplifa svona með íslensku fótboltaliði. Það er frábær tilfinning og ég er stoltur af liðinu. Fyrri hálfleikur er búinn með nýju þjálfarateymi. Þetta er geðveikt," sagði Matthías Vilhjálmsson sem skoraði seinna mark Víkings í mögnuðum sigri á Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í kvöld en heimaleikur Víkings fór fram í Helsinki í Finnlandi því Ísland á ekki viðunandi völl.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er ískalt hérna, menn voru að stífna upp í fyrri hálfleik, bæði hjá Panathinaikos og Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson) þurftu að fara snemma útaf. Það kemur bara maður í manns stað og það sýnir hversu öflug liðsheildin er og það vilja allir öllum vel. Það getur flutt lið ansi langt og við ætlum að halda því áfram."

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir snemma í leiknum. Aðspurður um tilfinninguna við að sjá það sagði Matthías: „Það var geðveikt tilfinning. Við köllum Davíð 'pressing monster' en þú þurfum við að fara að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það sjálfur. Þetta var geggjað. Það er líka geggjað að spila á móti svona stóru liði, ég hef margoft séð Panathinaikos í Meistaradeildinni þegar ég var að alast upp og man vel eftir heimavellinum þeirra. Markmiðið okkar var að eiga góðan séns fyrir seinni leikinn því ég er alveg viss um að það verður einstök upplifun fyrir alla sem koma að Víkingi."

Nánar er rætt við Matta í spilaranum að ofan. Hann er spurður út í markið sem hann skoraði en lengi þurfti að bíða eftir að VAR úrskurðaði um að það stæði.

„Ég hélt að þetta væri off, mér leið þannig að Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) væri off og spilaði svo á Ella (Erling Agnarson). Fyrst þetta tók svona langan tíma var þetta ansi tæpt en sem betur fer var ég heppinn í þetta skipti," sagði hann.


Athugasemdir
banner