Guehi vill fara til Liverpool - Real Madrid ætlar að fá Saliba - Kolo Muani til Newcastle?
Eyþór Wöhler: Ég ætla bara að þegja
Óskar Hrafn: Við gerðum bara ekki nóg til að verðskula eitthvað
Árni Guðna: Ætlum að halda Bestu deildar standard
Fréttamannafundur Arnars í heild
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
   fim 13. febrúar 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Matthías í baráttunni í kvöld.
Matthías í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Það er geðveikt að upplifa svona með íslensku fótboltaliði. Það er frábær tilfinning og ég er stoltur af liðinu. Fyrri hálfleikur er búinn með nýju þjálfarateymi. Þetta er geðveikt," sagði Matthías Vilhjálmsson sem skoraði seinna mark Víkings í mögnuðum sigri á Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í kvöld en heimaleikur Víkings fór fram í Helsinki í Finnlandi því Ísland á ekki viðunandi völl.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er ískalt hérna, menn voru að stífna upp í fyrri hálfleik, bæði hjá Panathinaikos og Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson) þurftu að fara snemma útaf. Það kemur bara maður í manns stað og það sýnir hversu öflug liðsheildin er og það vilja allir öllum vel. Það getur flutt lið ansi langt og við ætlum að halda því áfram."

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir snemma í leiknum. Aðspurður um tilfinninguna við að sjá það sagði Matthías: „Það var geðveikt tilfinning. Við köllum Davíð 'pressing monster' en þú þurfum við að fara að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það sjálfur. Þetta var geggjað. Það er líka geggjað að spila á móti svona stóru liði, ég hef margoft séð Panathinaikos í Meistaradeildinni þegar ég var að alast upp og man vel eftir heimavellinum þeirra. Markmiðið okkar var að eiga góðan séns fyrir seinni leikinn því ég er alveg viss um að það verður einstök upplifun fyrir alla sem koma að Víkingi."

Nánar er rætt við Matta í spilaranum að ofan. Hann er spurður út í markið sem hann skoraði en lengi þurfti að bíða eftir að VAR úrskurðaði um að það stæði.

„Ég hélt að þetta væri off, mér leið þannig að Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) væri off og spilaði svo á Ella (Erling Agnarson). Fyrst þetta tók svona langan tíma var þetta ansi tæpt en sem betur fer var ég heppinn í þetta skipti," sagði hann.


Athugasemdir
banner
banner
banner