Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 13. febrúar 2025 21:05
Elvar Geir Magnússon
Helsinki
Matti Villa: Þurfum að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það
Matthías í baráttunni í kvöld.
Matthías í baráttunni í kvöld.
Mynd: EPA
„Það er geðveikt að upplifa svona með íslensku fótboltaliði. Það er frábær tilfinning og ég er stoltur af liðinu. Fyrri hálfleikur er búinn með nýju þjálfarateymi. Þetta er geðveikt," sagði Matthías Vilhjálmsson sem skoraði seinna mark Víkings í mögnuðum sigri á Panathinaikos í Sambandsdeild Evrópu í kvöld en heimaleikur Víkings fór fram í Helsinki í Finnlandi því Ísland á ekki viðunandi völl.

Lestu um leikinn: Víkingur R. 2 -  1 Panathinaikos

„Það er ískalt hérna, menn voru að stífna upp í fyrri hálfleik, bæði hjá Panathinaikos og Oliver (Ekroth) og Aron (Elís Þrándarson) þurftu að fara snemma útaf. Það kemur bara maður í manns stað og það sýnir hversu öflug liðsheildin er og það vilja allir öllum vel. Það getur flutt lið ansi langt og við ætlum að halda því áfram."

Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir snemma í leiknum. Aðspurður um tilfinninguna við að sjá það sagði Matthías: „Það var geðveikt tilfinning. Við köllum Davíð 'pressing monster' en þú þurfum við að fara að kalla hann 'scoring machine' og hann mun elska það sjálfur. Þetta var geggjað. Það er líka geggjað að spila á móti svona stóru liði, ég hef margoft séð Panathinaikos í Meistaradeildinni þegar ég var að alast upp og man vel eftir heimavellinum þeirra. Markmiðið okkar var að eiga góðan séns fyrir seinni leikinn því ég er alveg viss um að það verður einstök upplifun fyrir alla sem koma að Víkingi."

Nánar er rætt við Matta í spilaranum að ofan. Hann er spurður út í markið sem hann skoraði en lengi þurfti að bíða eftir að VAR úrskurðaði um að það stæði.

„Ég hélt að þetta væri off, mér leið þannig að Valdi (Valdimar Þór Ingimundarson) væri off og spilaði svo á Ella (Erling Agnarson). Fyrst þetta tók svona langan tíma var þetta ansi tæpt en sem betur fer var ég heppinn í þetta skipti," sagði hann.


Athugasemdir
banner