Í næstu viku hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica.
Ejub Purisevic er frá Bosníu og er sérstakur gestur í Innkastinu. Hann ræðir við Elvar Geir og Sæbjörn Steinke um komandi leik. Íslenska liðið og það bosníska eru til umræðu og rýnt í möguleikana.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Liechtenstein og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Ejub Purisevic er frá Bosníu og er sérstakur gestur í Innkastinu. Hann ræðir við Elvar Geir og Sæbjörn Steinke um komandi leik. Íslenska liðið og það bosníska eru til umræðu og rýnt í möguleikana.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía, Liechtenstein og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
Hægt er að hlusta í spilaranum hér að ofan, í gegnum Podcast forrit eða á Spotify.
Athugasemdir