Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   þri 14. mars 2023 18:53
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: De Bruyne snýr aftur
Mynd: Getty Images
Tveir leikir eru í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en það eru tvö sæti í boði í 8-liða úrslitin.

Manchester City mætir RB Leipzig á Etihad-leikvanginum. Kevin de Bruyne er kominn aftur inn í byrjunarlið Man City. John Stones, Manuel Akanji, Ruben Dias og Nathan Aké eru í vörn liðsins.

Timo Werner er fremstur hjá Leipzig. Fyrri leiknum lauk með 1-1 jafntefli í Þýskalandi.

Man City: Ederson; Stones, Akanji, Dias, Aké; Rodri, Gündogan, De Bruyne; Bernardo, Haaland, Grealish

RB Leipzig: Blaswich, Henrichs, Gvardiol, Orbán, Raum, Laimer, Kampl, Haidara, Szoboszlai, Forsberg, Werner.

Inter spilar þá við Porto. Ítalska liðið vann fyrri leikinn 1-0 með marki frá Romelu Lukaku. Báðir leikir byrja klukkan 20:00.

Porto: Diogo Costa; Pepê, Fábio Cardoso, Marcano, Zaidu; Grujic, Uribe, Eustáquio, Galeno; Taremi, Evanilson

Inter: Onana; Darmian, Acerbi, Bastoni; Dumfries, Barella, Çalhanoglu, Mkhitaryan, Dimarco; Lautaro Martínez, Dzeko
Athugasemdir
banner
banner
banner