Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ákvæði í samningi Gundogan virkt - Framlengdur um eitt ár
Mynd: EPA
Samningur Ilkay Gundogan hjá Man City hefur verið framlengdur um eitt ár.

Pep Guardiola staðfesti það en útilokaði ekki að hann myndi yfirgefa félagið í sumar.

Gundogan gekk aftur til liðs við City síðasta sumar eftir aðeins eins árs fjarveru þar sem hann lék með Barcelona. Hann skrifaði undir eins árs samning með möguleika á framlengingu ef hann myndi ná ákveðnum leikjafjölda. Guardiola staðfestir að hann hafi náð því.

„Gundogan á eitt ár eftir af samningnum. Ég veit ekki hvað gerist í sumar en hann á eitt ár eftir af samningnum," sagði Guardiola.

Hann hefur leikið 43 leiki fyrir City á tímabilinu, skorað tvö mörk og lagt upp fjögur.
Athugasemdir
banner