Lækka verðmiðann á Garnacho - Arsenal hefur áhuga á Coman - Frankfurt setur verðmiða á Ekitike
   mán 14. apríl 2025 19:24
Elvar Geir Magnússon
„Hann er nánast höfðinu minni en Luke Rae“
Sigurður Breki í upphitun.
Sigurður Breki í upphitun.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Þetta er ekki boltastrákur. Hann er nánast höfðinu minni en Luke Rae," sagði Henry Birgir Gunnarsson íþróttafréttamaður á Stöð 2 Sport um hinn fimmtán ára gamla Sigurð Breka Kárason sem er óvænt í byrjunarliði KR gegn Val.

Sigurður Breki (f. 10. des 2009) er mikið efni og á þrjá leiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands. Samkvæmt Transfermarkt er hann 155 cm á hæð.

Lestu um leikinn: Valur 0 -  0 FH

„Siggi er einn af okkar efnilegustu leikmönnum, gríðarlega hæfileikaríkur og hefur spilað vel með 2. flokki. Hann hefur staðið sig vel þegar hann hefur æft og spilað með okkur. Mér finnst þetta bara réttur tímapunktur. Hann er með ákveðinn eiginleika sem er sjaldgæfur á Íslandi en til að hann blómstri þarf liðið að smella. En fyrst og fremst er hann þarna því hann á það skilið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson í viðtali við Stöð 2 Sport fyrir leikinn.

Hann segir að þar sem KR vanti sóknarsinnaða leikmenn á miðsvæðið hafi verið góður tímapunktur til að kasta Sigurði í djúpu laugina.
Athugasemdir
banner