Klukkan 19:15 hefst leikur KR og Vals í 2. umferð Bestu deildarinnar. Þjálfarar liðanna hafa opinberað byrjunarliðin.
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Smelltu hér til að fara í beina textalýsingu frá leiknum
Lestu um leikinn: KR 3 - 3 Valur
Það hefur ekki farið framhjá nokkrum manni að Aron Sigurðarson, fyrirliði KR, er í leikbanni í kvöld en hann var dæmdur í tveggja leikja bann á síðasta fundi aganefndar eftir rautt spjald í 2-2 jafntefli gegn KA í fyrstu umferð. KR er með tvo menn í banni þar sem Hjalti Sigurðsson fékk tvö gul og þar með rautt í þeim leik.
Vicente Valor sest á bekkinn og því alls þrjár breytingar á byrjunarliðinu. Ástbjörn Þórðarson og Aron Þórður Albertsson koma inn í byrjunarliðið og einnig hinn fimmtán ára gamli Sigurður Breki Kárason (f. 10. des 2009) sem er að spila sinn fyrsta leik í Bestu deildinni. Hann er mikið efni og á þrjá leiki að baki fyrir U15 ára landslið Íslands.
Hjá Val er Ögmundur Kristinsson enn á bekknum og Stefán Þór Ágústsson því í rammanum. Kristinn Freyr Sigurðsson er ekki í leikmannahópnum og Tómas Bent Magnússon sest á bekkinn. Bjarni Mark Antonsson og Orri Hrafn Kjartansson koma inn í byrjunarliðið. Þá vekur athygli að Aron Jóhannsson er ekki í hópnum.
Byrjunarlið KR:
12. Halldór Snær Georgsson (m)
4. Jóhannes Kristinn Bjarnason
7. Finnur Tómas Pálmason (f)
9. Eiður Gauti Sæbjörnsson
15. Gyrðir Hrafn Guðbrandsson
17. Luke Rae
21. Gabríel Hrannar Eyjólfsson
22. Ástbjörn Þórðarson
23. Atli Sigurjónsson
29. Aron Þórður Albertsson
30. Sigurður Breki Kárason
Byrjunarlið Valur:
25. Stefán Þór Ágústsson (m)
4. Markus Lund Nakkim
5. Birkir Heimisson
6. Bjarni Mark Antonsson
8. Jónatan Ingi Jónsson
9. Patrick Pedersen
12. Tryggvi Hrafn Haraldsson
14. Albin Skoglund
15. Hólmar Örn Eyjólfsson (f)
19. Orri Hrafn Kjartansson
20. Orri Sigurður Ómarsson
Besta-deild karla
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 2 | 2 | 0 | 0 | 6 - 0 | +6 | 6 |
2. Stjarnan | 2 | 2 | 0 | 0 | 4 - 2 | +2 | 6 |
3. Vestri | 2 | 1 | 1 | 0 | 2 - 1 | +1 | 4 |
4. Fram | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 3 | +1 | 3 |
5. Breiðablik | 2 | 1 | 0 | 1 | 4 - 4 | 0 | 3 |
6. ÍA | 2 | 1 | 0 | 1 | 2 - 2 | 0 | 3 |
7. KR | 2 | 0 | 2 | 0 | 5 - 5 | 0 | 2 |
8. Valur | 2 | 0 | 2 | 0 | 4 - 4 | 0 | 2 |
9. Afturelding | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
10. ÍBV | 2 | 0 | 1 | 1 | 0 - 2 | -2 | 1 |
11. KA | 2 | 0 | 1 | 1 | 2 - 6 | -4 | 1 |
12. FH | 2 | 0 | 0 | 2 | 1 - 3 | -2 | 0 |
Athugasemdir