Bayern hefur gert tilboð í Díaz - Liverpool vill Ekitike
Fyrsta tap ÍR: „Helvíti gróft ef að eitt tap í tólf leikjum sitji þungt í mönnum"
Hemmi fékk góða afmælisgjöf: „Hún gat ekki verið betri"
Reynir Freyr: Gefur okkur mikið að fá Jón Daða
Gunnar Guðmunds: Við erum búnir að fá okkur alltof mörg mörk úr föstum leikatriðum
Árni Freyr: Andleysi leikmanna í hámarki
Jakob Gunnar spilaði sinn síðasta leik fyrir Þróttara: Vildi spila meira
Ingi Rafn: Fyrri hálfleikurinn skóp þennan sigur
Mark tekið af Keflavík vegna rangstöðu: „Bara óskiljanlegt"
Haraldur Hróðmars: Lífsnauðsynlegur sigur
Venni: Það gaf okkur blóð á tennurnar
Sandra María: Gáfum líkama og sál en það skilaði engu
Hlín kom frábær inn - Svekkt með hlutverkið sitt
Sveindís: Hann kemur samt þegar ekkert er undir
Glódís svekkt: Leyfðum henni að gera nákvæmlega það sem hún vill
Guðrún: Fæ gæsahúð í hvert skipti
Ingibjörg lýsir sorgarferlinu - „Þetta er ömurleg tilfinning"
Dagný: Að öllum líkindum mitt síðasta Evrópumót
Tómas Bent: Hefði átt að troða inn þriðja markinu
Túfa ánægður eftir sannfærandi Evrópusigur: Það er gaman að vera Valsari
Eru 22 saman í Sviss - „Áfram Vestri og áfram Guðrún"
   sun 14. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Stóðum okkur frábærlega vel
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann stýrir liðinu en Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Blikar töpuðu þriðja leik sínum í röð í deildinni af jafnmörgum og var Arnar Grétarsson látinn taka poka sinn úr þjálfarastólnum eftir tapið gegn Fjölni.

Það var líf í Blikunum þrátt fyrir tapið og var Sigurður nokkuð ánægður með spilamennskuna og viljann.

„Þetta var tap en við stóðum okkur frábærlega vel. Við spiluðum frábæran leik þrátt fyrir þessi skítamörk sem við fengum á okkur. Ég er mjög ánægður með strákanna og mikil framför," sagði Sigurður við fjölmiðla.

Michee Efete, sem kom á láni frá Norwich City á dögunum, byrjaði í dag, en Sigurður er ánægður með hann.

„Við sóttum þetta grimmt og reyndum að skora, það var mjög gott. Efete var mjög góður, þetta er hörkuleikmaður, grjótharður og með fínar sendingar."

Viktor Örn Margeirsson leysti hægri bakvarðarstöðuna í dag í fjarveru Guðmundar Friðrikssonar sem var veikur en Sigurður var ánægður með Viktor í þeirri stöðu.

„Mér fannst við ekkert opnir. Viktor var flottur, leysti þetta ágætlega því Gummi var veikur."

Hrvoje Tokic kom til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa spilað glimrandi vel með Víking Ólafsvík undanfarin sumur en hann er ekki enn kominn á blað. Sigurður hefur litlar áhyggjur af því.

„Hann skorar bara meira í seinni umferðinni. Við ætluðum að vera búnir að skora fyrir löngu félagarnir en það hefur ekki gengið," sagði Sigurður.

Óljóst er hver kemur til með að stýra Blikaliðinu í framtíðinni en Sigurður veit ekki hvort hann verður áfram sem þjálfari eða hvort annar kemur í staðinn. Það ætti þó að skýrast bráðlega.

„Við erum ekkert að fara á taugum, andinn er góður í liðinu. Við ætluðum ekkert að ræða meira það sem er í gangi, við erum bjartsýnir á framhaldið. Ég hef ekki hugmynd, það kemur í ljós," sagði Sigurður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner