Smith Rowe og Nelson á förum - Chelsea náði samkomulagi við Aston Villa - Úrvalsdeildarfélög keppast um Abraham - Arsenal vill Nico Williams -...
Svekktur að tapa leiknum svona - „Once in a lifetime mark“
Skoraði eitt mark sumarsins og hélt hreinu - „Helluð tilfinning“
Mikilvægt að halda í fallegar hefðir - „Mjög stór fígura í sögu Fjölnis“
„Himinlifandi, hamingjusamur og ánægður með sigurinn“
Kristján: Við töpuðum á móti liði sem spilaði miklu betur en við í dag
Sandra María búin að brjóta hundrað marka múrinn í efstu deild
Dragan hélt langa ræðu í klefanum eftir leikinn - „Þetta er bannað"
Virðir stigið á Dalvík - „Fékk högg í kúlurnar og var að drepast"
J. Glenn: Frá okkar bæjardyrum séð leit þetta út eins og víti
Guðni: Held að við séum ekki beint að horfa á toppsætið
Með verk upp í geirvörtur eftir högg í punginn - „Bjóst ekki við króknum"
Halli Hróðmars: ég tel að við séum með hóp sem jafnast á við bestu liðin í deildinni
Anton Ingi: Stelpurnar spila fyrir félagið og Grindavík
Hugsaði um að fara í Breiðablik en fór frekar til Hollands
Rúnar Páll: Víkingur refsar þegar þeir fá tækifæri til þess
Danijel Djuric: Ástin sem ég fæ hérna er ómetanleg
Magnús Már: Kominn taktur í okkur
Venni: Stoltur af hugrekkinu í mínum drengjum
Arnar Gunnlaugs: Danijel þurfti að sjá til þess að við værum í undanúrslitum
Dominik Radic: Við erum að njóta okkar
   sun 14. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Stóðum okkur frábærlega vel
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann stýrir liðinu en Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Blikar töpuðu þriðja leik sínum í röð í deildinni af jafnmörgum og var Arnar Grétarsson látinn taka poka sinn úr þjálfarastólnum eftir tapið gegn Fjölni.

Það var líf í Blikunum þrátt fyrir tapið og var Sigurður nokkuð ánægður með spilamennskuna og viljann.

„Þetta var tap en við stóðum okkur frábærlega vel. Við spiluðum frábæran leik þrátt fyrir þessi skítamörk sem við fengum á okkur. Ég er mjög ánægður með strákanna og mikil framför," sagði Sigurður við fjölmiðla.

Michee Efete, sem kom á láni frá Norwich City á dögunum, byrjaði í dag, en Sigurður er ánægður með hann.

„Við sóttum þetta grimmt og reyndum að skora, það var mjög gott. Efete var mjög góður, þetta er hörkuleikmaður, grjótharður og með fínar sendingar."

Viktor Örn Margeirsson leysti hægri bakvarðarstöðuna í dag í fjarveru Guðmundar Friðrikssonar sem var veikur en Sigurður var ánægður með Viktor í þeirri stöðu.

„Mér fannst við ekkert opnir. Viktor var flottur, leysti þetta ágætlega því Gummi var veikur."

Hrvoje Tokic kom til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa spilað glimrandi vel með Víking Ólafsvík undanfarin sumur en hann er ekki enn kominn á blað. Sigurður hefur litlar áhyggjur af því.

„Hann skorar bara meira í seinni umferðinni. Við ætluðum að vera búnir að skora fyrir löngu félagarnir en það hefur ekki gengið," sagði Sigurður.

Óljóst er hver kemur til með að stýra Blikaliðinu í framtíðinni en Sigurður veit ekki hvort hann verður áfram sem þjálfari eða hvort annar kemur í staðinn. Það ætti þó að skýrast bráðlega.

„Við erum ekkert að fara á taugum, andinn er góður í liðinu. Við ætluðum ekkert að ræða meira það sem er í gangi, við erum bjartsýnir á framhaldið. Ég hef ekki hugmynd, það kemur í ljós," sagði Sigurður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner