Arsenal vill Toney - Sancho bannaður frá æfingasvæði Man Utd - Cucurella vill yfirgefa Chelsea í janúar
Lára Kristín: Það var mjög gaman að koma inn í þetta aftur
Telma missti röddina: Veit ekki einu sinni hvort þær hafi heyrt í mér
Sædís eftir fyrsta A-landsleikinn: Draumar eru til að láta þá rætast
Arna Sif: Þá verður þetta þungt og erfitt
Hildur Antons: Eitthvað sem við þurfum að laga í okkar sóknarleik
Glódís Perla: Þurfum að mæta töluvert betri í næsta glugga
Hlín: Þurfum að vinna hart bæði sem einstaklingar og lið að komast upp á þeirra level
Ingibjörg: Selma byrjar bara á því að kjöta Popp
Sandra María: Vantaði upp á návígin og að vilja þetta meira
Steini: Það getur vel verið að þetta hafi verið illa sett upp
Karólína Lea: Mikið af olnbogaskotum og einhverju kjaftæði
Sölvi Geir: Skrípamörk sem að við fáum á okkur
Damir: Þetta snýst um að vinna og við þurftum á þessum sigri að halda
Óskar Hrafn: Við skulduðum þessa frammistöðu
Gísli Eyjólfs: Mér finnst þessi rígur geggjaður
Davíð Atla: Ber engar tilfinningar til Breiðabliks
Foreldrarnir flugu að austan fyrir stóru stundina - „Alltaf stutt við bakið á mér"
Glódís um misskilninginn: Það skipti kannski ekki höfuðmáli
„Þetta er bara nýr leikur og ný saga til að skrifa"
Farið fram úr björtustu vonum Ísaks - „Voru að ýta gríðarlega mikið allt sumarið"
   sun 14. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Stóðum okkur frábærlega vel
watermark Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann stýrir liðinu en Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Blikar töpuðu þriðja leik sínum í röð í deildinni af jafnmörgum og var Arnar Grétarsson látinn taka poka sinn úr þjálfarastólnum eftir tapið gegn Fjölni.

Það var líf í Blikunum þrátt fyrir tapið og var Sigurður nokkuð ánægður með spilamennskuna og viljann.

„Þetta var tap en við stóðum okkur frábærlega vel. Við spiluðum frábæran leik þrátt fyrir þessi skítamörk sem við fengum á okkur. Ég er mjög ánægður með strákanna og mikil framför," sagði Sigurður við fjölmiðla.

Michee Efete, sem kom á láni frá Norwich City á dögunum, byrjaði í dag, en Sigurður er ánægður með hann.

„Við sóttum þetta grimmt og reyndum að skora, það var mjög gott. Efete var mjög góður, þetta er hörkuleikmaður, grjótharður og með fínar sendingar."

Viktor Örn Margeirsson leysti hægri bakvarðarstöðuna í dag í fjarveru Guðmundar Friðrikssonar sem var veikur en Sigurður var ánægður með Viktor í þeirri stöðu.

„Mér fannst við ekkert opnir. Viktor var flottur, leysti þetta ágætlega því Gummi var veikur."

Hrvoje Tokic kom til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa spilað glimrandi vel með Víking Ólafsvík undanfarin sumur en hann er ekki enn kominn á blað. Sigurður hefur litlar áhyggjur af því.

„Hann skorar bara meira í seinni umferðinni. Við ætluðum að vera búnir að skora fyrir löngu félagarnir en það hefur ekki gengið," sagði Sigurður.

Óljóst er hver kemur til með að stýra Blikaliðinu í framtíðinni en Sigurður veit ekki hvort hann verður áfram sem þjálfari eða hvort annar kemur í staðinn. Það ætti þó að skýrast bráðlega.

„Við erum ekkert að fara á taugum, andinn er góður í liðinu. Við ætluðum ekkert að ræða meira það sem er í gangi, við erum bjartsýnir á framhaldið. Ég hef ekki hugmynd, það kemur í ljós," sagði Sigurður í lokin.
Athugasemdir
banner
banner