Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
   sun 14. maí 2017 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Siggi Víðis: Stóðum okkur frábærlega vel
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, hér til vinstri á myndinni. Arnar Grétarsson er með honum á myndinni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurður Víðisson, þjálfari Breiðabliks, var sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir 3-1 tap gegn Stjörnunni í 3. umferð Pepsi-deildar karla í dag. Þetta var fyrsti leikurinn sem hann stýrir liðinu en Arnar Grétarsson var látinn taka poka sinn á dögunum.

Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Stjarnan

Blikar töpuðu þriðja leik sínum í röð í deildinni af jafnmörgum og var Arnar Grétarsson látinn taka poka sinn úr þjálfarastólnum eftir tapið gegn Fjölni.

Það var líf í Blikunum þrátt fyrir tapið og var Sigurður nokkuð ánægður með spilamennskuna og viljann.

„Þetta var tap en við stóðum okkur frábærlega vel. Við spiluðum frábæran leik þrátt fyrir þessi skítamörk sem við fengum á okkur. Ég er mjög ánægður með strákanna og mikil framför," sagði Sigurður við fjölmiðla.

Michee Efete, sem kom á láni frá Norwich City á dögunum, byrjaði í dag, en Sigurður er ánægður með hann.

„Við sóttum þetta grimmt og reyndum að skora, það var mjög gott. Efete var mjög góður, þetta er hörkuleikmaður, grjótharður og með fínar sendingar."

Viktor Örn Margeirsson leysti hægri bakvarðarstöðuna í dag í fjarveru Guðmundar Friðrikssonar sem var veikur en Sigurður var ánægður með Viktor í þeirri stöðu.

„Mér fannst við ekkert opnir. Viktor var flottur, leysti þetta ágætlega því Gummi var veikur."

Hrvoje Tokic kom til liðsins fyrir tímabilið eftir að hafa spilað glimrandi vel með Víking Ólafsvík undanfarin sumur en hann er ekki enn kominn á blað. Sigurður hefur litlar áhyggjur af því.

„Hann skorar bara meira í seinni umferðinni. Við ætluðum að vera búnir að skora fyrir löngu félagarnir en það hefur ekki gengið," sagði Sigurður.

Óljóst er hver kemur til með að stýra Blikaliðinu í framtíðinni en Sigurður veit ekki hvort hann verður áfram sem þjálfari eða hvort annar kemur í staðinn. Það ætti þó að skýrast bráðlega.

„Við erum ekkert að fara á taugum, andinn er góður í liðinu. Við ætluðum ekkert að ræða meira það sem er í gangi, við erum bjartsýnir á framhaldið. Ég hef ekki hugmynd, það kemur í ljós," sagði Sigurður í lokin.
Athugasemdir
banner