banner
   mán 14. júní 2021 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mbappe: Ummæli Giroud höfðu áhrif á mig
Kylian Mbappe er lykilmaður fyrir Frakka.
Kylian Mbappe er lykilmaður fyrir Frakka.
Mynd: EPA
Kylian Mbappe, stjörnuleikmaður Frakklands, viðurkennir að ummæli sóknarmannsins Olivier Giroud hafi farið í taugarnar á sér. Hann ætlar samt ekki að búa til stórmál úr þeim.

Giroud kom inná sem varamaður fyrir Karim Benzema undir lok fyrri hálfleiks í vináttulandsleik gegn Búlgaríu í síðustu viku og tókst að skora tvö mörk í síðari hálfleiknum.

Framherjinn var þó ekki ánægður með aðstoðina sem hann fékk í leiknum en Mbappe var harðlega gagnrýndur eftir leikinn fyrir að senda ekki á Giroud.

„Það er satt að þessi ummæli höfðu áhrif á mig. Ég ætla samt ekki að gera stórmál úr þeim því við erum hér til að spila fyrir Frakkland, og það er það sem skiptir mestu máli," sagði Mbappe við blaðamenn.

Mbappe hefði viljað að Giroud hefði talað við sig persónulega, en ekki farið með þetta í fjölmiðla.

Frakkland er líklegt til afreka á EM í sumar, en þeir hefja leik gegn Þýskalandi á þriðjudag.
Athugasemdir
banner
banner
banner