Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 14. júní 2022 20:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Besta deild-kvenna: Botnliðið sýndi karakter fyrir norðan
KR er komið af botni deildarinnar.
KR er komið af botni deildarinnar.
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Sandra María var auðvitað á skotskónum.
Sandra María var auðvitað á skotskónum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þór/KA 3 - 3 KR
0-1 Hildur Lilja Ágústsdóttir ('5 )
1-1 Sandra María Jessen ('30 )
1-2 Guðmunda Brynja Óladóttir ('37 )
2-2 Arna Eiríksdóttir ('54 )
3-2 Margrét Árnadóttir ('65 )
3-3 Rasamee Phonsongkham ('81 , víti)
Lestu um leikinn

Áhorfendur fengu mikið fyrir peninginn þegar Þór/KA tók á móti KR á Akureyri í Bestu deild kvenna.

Leikurinn var mjög fjörugur og kom fyrsta markið strax eftir fimm mínútna leik þegar Hildur Lilja Ágústsdóttir kom gestunum í KR í forystu.

Eftir hálftíma leik jafnaði KR forystuna er Sandra María Jessen, sem hefur verið frábær í sumar, kom boltanum í netið. Staðan var þó ekki lengi jöfn. „Gestirnir hafa endurheimt forystuna! Vandræðagangur í vörn Þór/KA og Marcella nær boltanum rétt við vítateig Þórs/KA hægra megin. Sendir boltann út á Guðmundu sem skorar að öryggi," skrifaði Jóhann Þór Hólmgrímsson í beinni textalýsingu er KR komst aftur yfir.

Staðan 1-2 í hálfleik og var það óvænt þar sem KR var á botni deildarinnar fyrir þennan leik.

Í seinni hálfleiknum breyttist staðan snögglega og eftir 20 mínútur voru heimakonur komnar yfir; Arna Eiríksdóttir og Margrét Árnadóttir kom Þór/KA í 3-2.

En gestirnir, þeir gáfust ekki upp.

Á 80. mínútu var dæmd vítaspyrna og á punktinn fór Rasamee Phonsongkham. Hún skoraði af öryggi og jafnaði metin aftur. Algjör rússíbani þessi leikur en hann endaði svona, 3-3.

Þór/KA er áfram í sjöunda sæti með tíu stig, en KR er komið af botninum og er núna með fjögur stig í níunda sæti. Bæði þessi lið þurfa að skoða varnarleik sinn; Þór/KA er búið að fá á sig 26 mörk í níu leikjum og KR er búið að fá á sig 33 mörk.

Önnur úrslit:
Besta deild-kvenna: ÍBV í öðru sæti eftir nauman útisigur
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner