Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   þri 14. júní 2022 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Woo farinn frá Þór (Staðfest) - Meiddur og að verða pabbi
Lengjudeildin
Woo í leik í sumar.
Woo í leik í sumar.
Mynd: Palli Jóh
Fannar Daði
Fannar Daði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ljóst er að Je-wook Woo mun ekki spila með Þór þetta sumarið en þetta staðfesti Þorlákur Árnason, þjálfari liðsins, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Woo gekk í raðir Þórs í vetur. Hann er frá Suður-Kóreu og er 28 ára gamall sóknarmaður.

„Hann meiddist í mars á rifbeinum og þau meiðsli hafa verið að koma og fara, erfitt að eiga við þau meiðsli. Hann er síðan að verða pabbi og kærasta hans er úti í Kóreu. Við komumst að samkomulagi, stjórnin og hann, að hann myndi fara heim. Hann er búinn að spila sinn síðasta leik fyrir okkur og er meiddur eins og staðan er núna," sagði Láki.

„Það er búið að kanna allt hjá lækni, myndatökur og slíkt og það eru einhverjar áhyggjur að þetta gæti verið einhver skaði á innri líffærum. Það er eitthvað sem hann mun fara í gegnum þegar hann kemur heim. Það er mjög erfitt að þvælast með fólk í heilbrigðiskerfinu hérna á Íslandi í gegnum sérfræðinga, sérstaklega á sumrin."

„Þessi meiðsli og sú staðreynd að hann er að verða pabbi eru ástæðurnar fyrir þessari niðurstöðu. Að verða pabbi er svolítið öðruvísi í Asíu þar sem þú oftast eignast einungis eitt barn. Okkar fannst þetta besta lausnin, erum búnir að vera bíða í einn og hálfan mánuð með þessi meiðsli. Þetta varð bara niðurstaðan, því miður."


Ætlar að taka inn sóknarmann í glugganum
Sérðu fram á að taka inn sóknarmann í glugganum?

„Já, við vorum í rauninni búnir að ákveða það. Við misstum Fannar með slitið krossband í fyrsta leik og ef við spólum til baka missti Þór þá Alvaro, Jóhann Helga, Sölva Sverrisson og Jakob Snæ síðasta sumar og í haust. Þetta eru margir sóknarmenn á einu bretti."

„Sóknarleikurinn á tímabili eftir að hafa misst Fannar út og með Woo hálfan hefur ekki verið góður en er samt aðeins að koma til. Við erum að skapa fleiri færi með því að skapa fleiri færi og með því að færa menn svolítið til."


„Mikilvægt að við förum í gegnum erfiðleikana á þessum hóp"
Þór er með fimm stig eftir sex leiki og situr í níunda sæti Lengjudeildarinnar. Hvernig metur Láki stöðuna? Þarf hann að gera eitthvað róttækt til að ná í betri úrslit?

„Við erum að byggja upp nýtt lið og ég held að það viti það allir að það eru búnar að vera rosalega miklar breytingar á leikmannahópnum á einu ári. Við fórum frekar varlega í leikmannamálum, vorum ekki að sækja marga leikmenn og út af því þá kannski megum við ekki við miklu. Það er mikið áfall að hafa misst þessa tvo sóknarmenn út og ég held að ef Fannar hefði spilað alla leiki þá værum við búnir að skora fleiri mörk."

„Við þurfum að treysta svolítið á okkar leikmenn, það er stefnan og sumir hafa staðið undir því en sumir ekki. Mér finnst mikilvægt að við förum í gegnum erfiðleikana á þessum hóp en að því sögðu þá ætlum við að reyna fá sóknarmann í glugganum. Ég held að að það sé alveg ljóst,"
sagði Láki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner