Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 14. júní 2024 11:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jöfnun á besta árangri Íslands
Icelandair
Ísland fagnar sigrinum gegn Austurríki á dögunum.
Ísland fagnar sigrinum gegn Austurríki á dögunum.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Ísland er í 14. sæti á nýútgefnum styrkleikalista FIFA fyrir A-landslið kvenna og hækkar um eitt sæti frá síðustu útgáfu, fer upp fyrir Ítalíu.

Fjórtánda sætið er jöfnun á besta árangri íslenska liðsins. Þessu sæti var fyrst náð í ágúst 2022, aftur í mars og ágúst 2023 og svo núna.

Ísland átti mjög fínan glugga síðast þar sem liðið tók fjögur stig gegn Austurríki í undankeppni EM. Þau stiga koma liðinu í mjög góða stöðu upp á að komast beint á EM.

Spánn er sem fyrr á toppnum og Frakkland er nú komið yfir England í annað sætið og Þýskaland fer upp fyrir Bandaríkin í fjórða sætið. Holland fer út af topp tíu í fyrsta sinn í sjö ár.

Hástökkvarinn að þessu sinni er Norður-Makedónía sem fer upp um tólf sæti.
Athugasemdir
banner
banner