Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
banner
   fös 14. júní 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
West Ham reynir að halda Johnson
Mynd: EPA
Mynd: EPA
West Ham United vill halda bakverðinum Ben Johnson hjá félaginu en hann rennur út á samningi í lok mánaðar.

Johnson er með nokkur samningstilboð á borðinu úr ensku úrvalsdeildinni og öðrum stórum deildum í Evrópu en hann er ekki að flýta sér með að taka ákvörðun.

Johnson ætlar ekki að velja næsta áfangastað útfrá launatékkanum heldur vill hann fara til félags sem gefur honum nægan spiltíma og bestu aðstöðuna til að bæta sinn leik.

West Ham er búið að bjóða leikmanninum endurbættan fimm ára samning en Johnson liggur ekkert á að skrifa undir.

Johnson tók þátt í 25 leikjum á tímabilinu og spilaði rúmlega 1100 mínútur en honum þykir það ekki nóg. Hann á rétt rúma 100 leiki að baki á fjórum árum í kringum aðallið Hamranna og er spenntur fyrir nýrri áskorun.

Tottenham og Everton eru meðal félaga sem hafa verið nefnd til sögunnar sem áhugasöm um að krækja í bakvörðinn á frjálsri sölu.
Athugasemdir
banner