Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   fös 14. júlí 2023 15:28
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Möltu
Lúkas sýndi af hverju hann getur leyft sér að dreyma stórt
Besti markvörðurinn á Evrópumótinu?
Icelandair
Lúkas Petersson.
Lúkas Petersson.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Alexander Petersson er faðir markvarðarins.
Alexander Petersson er faðir markvarðarins.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrir leik á Evrópumótinu.
Fyrir leik á Evrópumótinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hulda Margrét
Markvörður sem á bjarta framtíð fyrir höndum.
Markvörður sem á bjarta framtíð fyrir höndum.
Mynd: Getty Images
Á æfingu með A-landsliðinu.
Á æfingu með A-landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru sárafáir Íslendingar búnir að sjá markvörðinn Lúkas Petersson spila áður en Evrópumót U19 landsliða hófst í byrjun þessa mánaðar.

Lúkas er á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi þar sem hann er núna að fara að stíga upp í U23 liðið. Lúkas hefur búið í Þýskalandi alla tíð, en foreldrar hans eru Alexander Petersson og Eivor Pála Blöndal. Þau voru bæði í landsliðinu í handbolta.

Jörundur Áki Sveinsson, yfirmaður fótboltamála hjá KSÍ, sagði fyrr á þessu ári að Lúkas hefði alla burði til að verða markvörður í fremstu röð og eftir frammistöðu hans með U19 landsliðinu á Möltu, þá er erfitt að andmæla því.

Lúkas, sem er kallaður 'German Wings' af liðsfélögum sínum, var frábær á mótinu og er sá markvörður sem hefur komið í veg fyrir flest mörk (e. prevented goals). Hann kom í veg fyrir 0,76 mörk í þremur leikjum sem er það mesta af öllum markvörðum Evrópumótsins. Hann varði oft vel og hjálpaði liði sínu mikið.

Hann er með mikið vænghaf og sterka nærveru í teignum. Lúkas, sem er tæpir tveir metrar á hæð, er ekki hræddur við að koma út og er sá markvörður sem hefur komist mest af línu sinni á mótinu, eða níu sinnum. Það má segja að þetta mikla vænghaf hafi átt stóran þátt í marki Íslands gegn Noregi á mótinu.



Lúkas er líka gríðarlega svalur á boltanum og varnarmönnum Íslands leið alltaf vel að senda til baka á hann. Lúkas var með 23 sendingar að meðaltali í leik á Evrópumótinu og kláraði rúmlega 90 prósent þeirra. Þar með talið voru 7,44 langar sendingar upp völlinn og kláraði hann 73 prósent þeirra. Enginn aðalmarkvörður á mótinu er með fleiri sendingar að meðaltali í leik eða með hærri prósentutölu í heppnuðum sendingum.

Það má færa rök fyrir því að Lúkas í þessum þremur leikjum hafi verið besti markvörður mótsins.

Verður áhugavert að fylgjast með þróun hans
Eins og áður segir þá er Lúkas, sem er 19 ára, á mála hjá Hoffenheim í Þýskalandi og hann er núna að stíga upp í U23 liðið þar. Hann er einn af þeim leikmönnum íslenska liðsins sem hefur líklega heillað njósnara mikið á mótinu.

Hann er einn af mörgum góðum markvörðum sem Ísland á í augnablikinu og von bráðar verður Lúkas eflaust farinn að berjast um sæti í A-landsliðinu ef hann heldur áfram á sömu braut. Hann verður þar í baráttu við aðra unga markverði eins og Hákon Rafn Valdimarsson, Elías Rafn Ólafsson, Patrik Sigurð Gunnarsson, Adam Inga Benediktsson, Jökul Andrésson og fleiri.

Það verður áhugavert að sjá hvað framtíðin ber í skauti sér hjá þessum efnilega markverði, en hann er með drauma um að spila í þýsku úrvalsdeildinni og í ensku úrvalsdeildinni. Miðað við þetta mót þá er það alveg raunhæft.

Hann sagði svo frá því í viðtali fyrir stuttu að hann hefði áhuga á því að ljúka ferlinum með Val hér á Íslandi.

„Já, vonandi þegar ég klára ferilinn. Þegar ég er búinn að spila í þýsku Bundesligunni eða Premier League eða eitthvað þannig. Kannski klára ég ferilinn á Íslandi, hjá Val. Ég er Valsari, ég kom alltaf heim á sumarmótin og spilaði með Val. Mamma er líka Valsari," sagði Lúkas en núna er faðir hans líka orðinn Valsari og mun hann ljúka stórkostlegum handboltaferli sínum þar. Lúkas er aftur á móti að byrja sinn spennandi feril í fótboltanum.

Sjá einnig:
Lúkas fór aðra leið en foreldrarnir: Stoltur að vera í íslenska landsliðinu
Athugasemdir
banner
banner
banner