Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
banner
   sun 14. júlí 2024 21:19
Brynjar Ingi Erluson
Einkunnir Englendinga og Spánverja: Williams bestur - Kane og Mainoo fá falleinkunn
Nico Williams og Mikel Oyarzabal fagna í kvöld
Nico Williams og Mikel Oyarzabal fagna í kvöld
Mynd: EPA
Nico Williams var besti maður leiksins er Spánn varð Evrópumeistari eftir að hafa unnið England, 2-1, í Berlín í kvöld.

Lestu um leikinn: Spánn 2 -  1 England

Williams skoraði fyrra mark Spánverja og var mikil ógn fram á við allan leikinn.

UEFA valdi hann besta mann leiksins og þá gefur Goal honum 8 í einkunn.

Harry Kane var lang slakasti maður vallarins með 3 í einkunn, en honum var skipt af velli þegar hálftími var eftir. Kobbie Mainoo var næst slakastur með 4.

Spánn: Simon (7), Carvajal (7), Le Normand (7,5), Laporte (7,5), Cucurella (7,5), Rodri (6), Fabian (6,5), Yamal (7,5), Olmo (7,5), Williams (8), Morata (5,5).
Varamenn: Zubimendi (7), Oyarzabal (7,5).

England: Pickford (7), Walker (6), Stones (8), Guehi (6), Saka (7), Rice (5), Mainoo (4), Shaw (6), Bellingham (6), Kane (3), Foden (6).
Varamenn: Watkins (5), Palmer (8).
Athugasemdir
banner
banner
banner