Liverpool og Arsenal sýna Mbeumo áhuga - Hvenær tekur Amorim við Man Utd? - Arsenal vinnur að því að fá Sane
   sun 14. júlí 2024 13:21
Ívan Guðjón Baldursson
Man City býður Ederson 75% launahækkun
Mynd: EPA
Mikið hefur verið rætt um áhuga frá Sádi-Arabíu á brasilíska markverðinum Ederson, sem er 30 ára gamall og með tvö ár eftir af samningi sínum við stórveldi Manchester City.

Ederson er af mörgum talinn til allra bestu markvarða heims enda hefur hann unnið ógrynni titla á sjö árum hjá Man City.

Það gæti þó verið erfitt fyrir hann að hafna ofurtilboði frá Sádi-Arabíu, þar sem Al-Nassr er búið að leggja fram 25 milljón punda tilboð í leikmanninn.

Man City mun samþykkja þetta kauptilboð ef Ederson tekur ákvörðun um að færa sig um set, en City vill þó ekki missa markvörðinn sinn og hefur tekið upp á því að bjóða honum endurbættan samning til að sannfæra hann um að vera áfram á Englandi.

The Sun segir að City sé búið að bjóða Ederson 75% launahækkun frá núverandi samningi hans við félagið, en Al-Nassr er sagt vera að bjóða leikmanninum svo mikið sem 900 þúsund pund í vikulaun. Það er ómögulegt fyrir evrópsk félög að berjast við svo háar upphæðir. Til samanburðar er Man City að bjóða Ederson um 250 þúsund pund í vikulaun í tilraun til að halda honum innan sinna raða.

Stjórnendur City munu setjast niður með Ederson í vikunni og ræða málin. Ef markvörðurinn vill nýta tækifærið til að róa á önnur mið þá mun félagið ekki standa í vegi fyrir honum.
Athugasemdir
banner
banner
banner