Inter og Barcelona vilja Enzo - Isak efstur á blaði Arsenal - Man Utd vill táning frá Sporting
   fim 14. ágúst 2014 13:58
Magnús Már Einarsson
Mads Nielsen farinn frá Val
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Danski varnarmaðurinn Mads Nielsen er farinn frá Val og mun ekki leika meira með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Mads kom til Vals á láni frá Bröndby í vor en hann hefur nú farið frá félaginu að eigin frumkvæði. Þetta staðfesti Jóhann Már Helgason framkvæmdstjóri Vals í samtali við Fótbolta.net í dag.

Mads byrjaði tímabilið af krafti og var valinn leikmaður umferðarinnar eftir frammistöðu sína í sigri á KR í fyrstu umferðinni.

Hinn tvítugi Mads spilaði 14 leiki í Pepsi-deildinni með Val og skoraði eitt mark.
Athugasemdir
banner
banner
banner