Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 14. ágúst 2020 06:00
Fótbolti.net
Gyrðir framlengir við Leikni - Máni út í skóla
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.
Gyrðir Hrafn Guðbrandsson.
Mynd: Haukur Gunnarsson
Varnar- og miðjumaðurinn Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur framlengt samning sinn við Leikni í Breiðholti út 2022.

Gyrðir er 21 árs og er á öðru tímabili sínu í Breiðholti en hann kom frá KR eftir að hafa gengið upp úr 2. flokki félagsins.

„Hann hefur smellpassað í félagið innan sem utan vallar, Hrikalega öflugur leikmaður og toppdrengur!" segir á heimasíðu Leiknis.

Leiknir trónir á toppi Lengjudeildarinnar en deildin fer aftur af stað í kvöld. Breiðhyltingar taka á móti Þór Akureyri á morgun, laugardag, klukkan 16:00.

Sóknarleikmaðurinn Máni Austmann verður ekki með Leikni en hann hefur leikið sinn síðasta leik á tímabilinu. Hann er á leið aftur til Bandaríkjanna þar sem hann er í námi. Máni hefur leikið vel með Leikni og er með 3 mörk í 8 leikjum.

NÆSTU LEIKIR Í LENGJUDEILD KARLA:

föstudagur 14. ágúst
18:00 Fram-ÍBV (Framvöllur)

laugardagur 15. ágúst
13:45 Afturelding-Vestri (Fagverksvöllurinn Varmá)
14:00 Leiknir F.-Grindavík (Fjarðabyggðarhöllin)
16:00 Leiknir R.-Þór (Domusnovavöllurinn)
16:00 Magni-Keflavík (Grenivíkurvöllur)
18:00 Víkingur Ó.-Þróttur R. (Ólafsvíkurvöllur)


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner