Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   lau 14. ágúst 2021 10:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar ósáttur við Aberdeen-menn: Eins og fimm ára gamalt barn
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skoska félagið Aberdeen sló Breiðablik úr leik í Sambandsdeildinni síðasta fimmtudag.

Aberdeen vann báða leikina með einu marki og er félagið núna einu skrefi frá riðlakeppninni. Á meðan er ævintýri Blika í Evrópukeppninni á enda komið.

Seinni leikurinn var í Skotlandi og hefðu Blikar svo sannarlega getað unnið hann, með því að nýta færin sem þeir fengu. Þeir gerðu það hins vegar ekki og því fór sem fór.

Eftir leik var mikill hiti á milli manna, en Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var ekki sáttur með framkomu ákveðinna leikmanna Aberdeen eftir að flautað hafði verið til leiksloka.

Óskar hefur greinilega pirrað menn með ummælum sínum eftir fyrri leikinn. Óskar segir að leikmenn úr liði Aberdeen - þar á meðal fyrirliðinn Scott Brown - hafi komið inn í klefann hjá Blikum eftir seinni leikinn á fimmtudag.

„Þeir komu inn í klefann okkar og létu ljót og leiðinleg orð falla. Þeir voru fúlir yfir ummælum mínum en það er barnalegt að hegða sér svona," sagði Óskar Hrafn en þetta kemur fram í skoskum fjölmiðlum.

„Kannski var ég of harður en leikmenn Aberdeen eru fullorðnir. Það kemur mér ekki á óvart hvernig Scott Brown hagaði sér samt. Hann er jú einn þekktasti eineltisseggur fótboltans. Það kom mér ekki á óvart en það sem kom mér á óvart var að markvörðurinn þeirra, sem er 33 ára, hafi hagað sér eins og fimm ára gamalt barn."

„Scott Brown má segja það sem hann vill en hann má ekki koma inn í klefann okkar og áreita leikmennina okkar."

Óskar segist vera stoltur af frammistöðu Blikaliðsins. „Ég er mjög stoltur af því hvernig við spiluðum í leikjunum. En ég get ekki kvartað yfir því að Aberdeen komst áfram."
Athugasemdir
banner
banner
banner