Napoli í viðræðum um Garnacho - Villa hafnaði tilboði West Ham í Duran - Vlahovic orðaður við Chelsea
   fim 05. ágúst 2021 21:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óskar skaut á Aberdeen: Bjóst ekki við að þeir væru svona lélegir
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Óskar Hrafn Þorvaldsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, skaut allverulega á skoska liðið Aberdeen eftir 3-2 tap í þriðju umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar í kvöld. Hann var stoltur af sínu liði.

Breiðablik byrjaði illa en spilaði vel eftir það. Liðið sýndi mikinn karakter í því að jafna 2-2, en Aberdeen skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik.

„Ef að frá eru skildar fyrstu sex mínúturnar, þá fannst mér við mikið betri allan leikinn. Við erum að fara til Aberdeen, ætlum að vinna með tveimur og slá þessa gæja út," sagði Óskar í samtali við Stöð 2 Sport eftir leikinn.

„Þeir gera enga tilraun til að spila fótbolta, eyddu meiri tíma í að tefja en að senda hann á milli. Við eigum að vinna þetta lið, þannig met ég þetta."

Kom Aberdeen eitthvað á óvart? „Ég bjóst ekki við því að þeir væru svona lélegir. Ég hélt þeir myndu reyna að spila fótbolta. Þeir gerðu enga tilraun til þess og það kom mér á óvart. Þeir eru líkamlega sterkir, fljótir og öflugir í loftinu."

Seinni leikurinn er í Skotlandi í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner