PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
   sun 14. ágúst 2022 17:00
Ívan Guðjón Baldursson
Sky: Ten Hag lét leikmenn hlaupa 13,8 kílómetra
Mynd: EPA

Erik ten Hag er allt annað en sáttur eftir vandræðalegt tap Manchester United gegn Brentford í gær og hætti við að gefa leikmönnum frídag eftir leikinn.


Hann skikkaði menn til að mæta á aukaæfingu í dag til að fara yfir málin og greinir Sky Sports frá því að hann hafi látið leikmenn sína hlaupa 13,8 kílómetra sem refsingu fyrir frammistöðu gærdagsins.

Hvers vegna 13,8 kílómetra? Vegna þess að það er munurinn á hlaupatölum liðanna. Í heildina hlupu leikmenn Brentford 13,8 kílómetra meira heldur en leikmenn Man Utd í leiknum.

Í grein Sky kemur meðal annars fram að stjórnendur Man Utd hafi ekki trú á að félagið geti barist um Englandsmeistaratitilinn eða Meistaradeildina fyrr en eftir fimm ár í fyrsta lagi.

Ten Hag var skelfingu lostinn eftir frammistöðuna í Brentford og gerði leikmönnum skýrt grein fyrir því hvernig þeir brugðust Manchester United og öllum tengdum félaginu.

Hann undirstrikaði sérstaklega að þú verður að þora að hlaupa í gegnum múrvegg til að spila fyrir Man Utd. Hann er ekki sáttur með hversu margir leikmenn virðast vera hræddir við að spila fyrir félagið.


Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 15 10 3 2 28 9 +19 33
2 Man City 15 10 1 4 35 16 +19 31
3 Aston Villa 15 9 3 3 22 15 +7 30
4 Chelsea 15 7 4 4 25 15 +10 25
5 Everton 15 7 3 5 18 17 +1 24
6 Crystal Palace 14 6 5 3 18 11 +7 23
7 Sunderland 15 6 5 4 18 17 +1 23
8 Liverpool 15 7 2 6 24 24 0 23
9 Tottenham 15 6 4 5 25 18 +7 22
10 Brighton 14 6 4 4 24 20 +4 22
11 Newcastle 15 6 4 5 21 19 +2 22
12 Man Utd 14 6 4 4 22 21 +1 22
13 Bournemouth 15 5 5 5 21 24 -3 20
14 Brentford 15 6 1 8 21 24 -3 19
15 Fulham 14 5 2 7 19 22 -3 17
16 Leeds 15 4 3 8 19 29 -10 15
17 Nott. Forest 15 4 3 8 14 25 -11 15
18 West Ham 14 3 3 8 16 28 -12 12
19 Burnley 15 3 1 11 16 30 -14 10
20 Wolves 14 0 2 12 7 29 -22 2
Athugasemdir
banner