Munoz, Gallagher og Adams orðaðir við Man Utd - Man City vill fá Marc Guehi
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
banner
   lau 14. september 2019 19:20
Arnar Laufdal Arnarsson
Ingibergur Kort: Ætla sýna mig í Pepsi Max-deildinni
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
Ingibergur Kort Sigurðsson skoraði eina mark Fjölnis í mikilvægasta leik þeirra í allt sumar þegar Fjölnir og Leiknir Reykjavík gerðu 1-1 jafntefli í stórleik 21. umferðar í Inkasso deild karla. Þegar rúmar 15 mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma datt boltinn til Ingibergs eftir skot Orra Þórhallssonar og hann renndi honum auðveldlega í hægra hornið. 4 mínútum seinna jöfnuðu Leiknismenn, leikurinn endaði 1-1 og það dugði Fjölni og sæti í Pepsi-Max 2020 (Staðfest).

"Tilfinningin gæti ekki verið betri, geggjað að skora og að ná í eitt stig sem dugði, 3 punktar hefði verið mikið skemmtilegara en þetta dugði" Sagði Ingibergur um markið í dag.

" Held ég sé kominn með 7 mörk í sumar, ég ætlaði mér að skora 8 mörk en það er einn leikur eftir þannig ég næ því kannski, svo er það bara Pepsi, ég er spenntur og ég ætla sýna mig þar, það er klárt mál" Sagði Ingibergur um frammistöðuna sína í sumar og svo Pepsi Max á næsta ári.

Lestu um leikinn: Fjölnir 1 -  1 Leiknir R.

Ingibergur var fyrst hjá Hvöt á yngri árum en hefur farið í gegnum flesta yngri flokka Fjölnis með smá stoppi þegar hann tók eitt tímabil hjá Víkingi Ólafsvík og tók þátt í Ejub skólanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner