Valið hjá Man Utd er milli Solskjær og Carrick - Newcastle fær samkeppni frá Spurs um Strand Larsen - Lewandowski vill ekki fara
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
   þri 06. janúar 2026 12:30
Kári Snorrason
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Gummi hefur skorað 41 mörk í 166 leikjum í efstu deild.
Gummi hefur skorað 41 mörk í 166 leikjum í efstu deild.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu en ég held að ég geti labbað út úr Úlfarsárdal með kassan úti og stoltur af því sem ég hef gert þarna.“
„Ég sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu en ég held að ég geti labbað út úr Úlfarsárdal með kassan úti og stoltur af því sem ég hef gert þarna.“
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Magnússon hefur sagt skilið við uppeldisfélagið Fram í fjórða sinn á ferlinum. Hann var fyrirliði Fram og átti eitt ár eftir af samningi sínum við félagið.

Guðmundur er 34 ára framherji sem lék á láni með Breiðabliki frá Fram seinni hluta síðasta árs. Hann segist geta gengið stoltur frá borði með uppeldisfélaginu en segist hafa séð fyrir sér öðruvísi endi á tímanum sínum með Fram.

Fótbolti.net ræddi við Gumma um viðskilnaðinn og næstu skref.

„Maður fattaði að þetta gæti orðið möguleiki þegar ég fór á lán til Breiðabliks. Ég held að undir lokin hafi báðir aðilar hafi verið sáttir við það.“

„Ég held að það hafi ekki verið málið að þetta hafi ekki gengið upp. En það var öðruvísi leikstíll, öðruvísi stefna sem félagið ætlaði að fara í, án þess að ég fari að uppljóstra um einhverja stefnu eins og allir eru að fara í í dag. Þeir hafa kannski viljað yngja aðeins upp, fá inn ferskari lappir og allt í góðu með það.“

„Ég sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu en ég held að ég geti labbað út úr Úlfarsárdal með kassan úti og stoltur að því sem ég hef gert þarna.“

Hvað tekur við?

„Ég veit það ekki. Ég er að fara í tveggja vikna langþráð frí með fjölskyldunni. Nota janúar til að hlaða batteríin. Það kemur vonandi eitthvað spennandi upp.“

„Það hafa verið einhverjar beinar og óbeinar þreifingar, en ekkert sem er þess virði að tala um núna. Ég ætla bara að nota janúar til að hlaða batteríin og líkamann.“

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.

Athugasemdir
banner
banner