Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   mið 14. október 2020 15:18
Magnús Már Einarsson
Önnur félög á móti tillögu Liverpool og Manchester United
Liverpool og Manchester United komu með tillöguna.
Liverpool og Manchester United komu með tillöguna.
Mynd: Getty Images
Félög í ensku úrvalsdeildinni hafa ákveðið að samþykkja ekki tillögu Liverpool og Manchester United að miklum breytingum í enska boltanum.

Tillagan felur í sér að fækka liðum í úrvalsdeildinni úr 20 niður í 18 og blása af keppnir á borð við enska deildabikarinn og leikinn um samfélagsskjöldinn.

Með tillögunni myndu félög í neðri deildunum fá 250 milljónir punda í sinn hlut til að bregðast við fjárhagsvandræðum vegna kórónuveirunnar.

Þá var talað um að gera vægi atkvæða í atkvæðagreiðslum í úrvalsdeildinni öðruvísi þannig að stóru liðin myndu fá meiri völd.

Samkvæmt nýjustu fréttum frá Englandi eru önnur félög í úrvalsdeildinni mótfallinn hugmynd Liverpool og Manchester United og útlit fyrir að hún verði ekki að veruleika.
Athugasemdir
banner
banner
banner