Ruben Amorim til Man City? - Alphonso Davies á óskalista Man Utd - Verðmiðinn á Antony - Barcelona á eftir tveimur leikmönnum Chelsea
   mán 14. október 2024 14:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Nígeríska landsliðinu haldið í gíslingu á flugvelli í Líbíu
Ákváðu að sniðganga leikinn
Leikmenn Nígeríu voru látnir bíða í tæpan sólarhring á flugvelli í Líbíu.
Leikmenn Nígeríu voru látnir bíða í tæpan sólarhring á flugvelli í Líbíu.
Mynd: William Troost-Ekong
Nígeríska landsliðið hefur ákveðið að sniðganga leik sinn við Líbíu eftir að hafa setið fastir á flugvelli í landinu í tæpan sólarhring án matar og internets.

Nígería átti að spila við Líbíu í Benghazi og vonuðust þar til að tryggja sæti sitt á Afríkumótinu, en annað hefur komið á daginn. Nígeríska liðið lenti í alls konar rugli og byrjaði það þegar flugi þeirra var beint á annan flugvöll.

Flugvöllurinn sem þeir hafa setið fastir á er í 250 kílómetra fjarlægð frá leikvellinum.

Þar hefur nígeríski hópurinn verið án alls uppihalds og hefur farið mjög illa um þá. Nígeríska fótboltasambandið hefur núna sent frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að liðið muni ekki taka þátt í leiknum.

„Þreyttir leikmenn og starfsmenn eru verulega ósáttir þar sem líbíska knattspyrnusambandið, sem er gestgjafi, hefur ekki tekist að senda neitt móttökulið eða farartæki til að flytja hópinn frá flugvellinum á hótelið sitt, sem sagt er í þriggja klukkustunda fjarlægð," segir í yfirlýsingunni en þar segir jafnframt að það hafi verið skrítið og hættulegt hvernig fluginu hafi verið beint á þennan litla flugvöll sem liðið hefur dvalið á síðustu 16 klukkustundirnar eða svo.

Nokkrir leikmenn Nígeríu hafa náð að tengjast internetinu og þar á meðal er Victor Boniface, sóknarmaður Bayer Leverkusen í Þýskalandi. „Þetta er að verða ógnvekjandi. Þið getið fengið stigið. Við viljum bara heim. Ég vil bara hringja í ömmu mína og segja henni að það sé allt í lagi með mig," skrifaði Boniface meðal annars.

Ljóst er að leikmenn Nígeríu telja að þetta hafi verið viljandi gert til að eyðileggja fyrir þeim leikinn. Það er eitthvað sem fótboltasamband Líbíu hefur þvertekið fyrir.

„Við myndum aldrei koma svona fram við gestaþjóð. Mistök gerast en við myndum aldrei gera svona viljandi," sagði William Troost-Ekong, fyrirliði Nígeríu. Hann þakkaði mætti samfélagsmiðla fyrir það að liðið gæti komist heim.

Ótrúlegt ástand en það er óvíst hvað gerist varðandi úrslit leiksins. Það er þó bara í raun aukaatriði á þessum tímapunkti.
Athugasemdir
banner
banner