Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 14. nóvember 2019 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Stjórnarmaður frá Juventus ræðir við Man Utd í London
Fabio Paratici er í London að ræða við Manchester United
Fabio Paratici er í London að ræða við Manchester United
Mynd: Getty Images
Fabio Paratici, yfirmaður íþróttamála hjá Juventus, er í London þar sem hann ræðir við enska úrvalsdeildarfélagið Manchester United.

United hefur mikinn áhuga á að fá króatíska framherjann Mario Mandzukic í janúar og vill félagið ganga frá þeim málum sem allra fyrst.

Samkvæmt Tuttosport er það þó ekki eina ástæðan fyrir því að Paratici er á svæðinu en félagið vill fá franska miðjumanninn Paul Pogba næsta sumar.

Pogba er sagður óánægður hjá United og reyndi hann að komast frá félaginu í sumar en United hafði lítinn áhuga á því að selja hann.

Juventus er tilbúið að bjóða nokkra leikmenn en þar má nefna þá Blaise Matuidi, Daniele Rugani og Emre Can.

Pogba fór í gegnum akademíuna hjá United en yfirgaf félagið árið 2012 og samdi við Juventus. Hann kom þá á frjálsri sölu áður en Juventus seldi hann aftur til United árið 2016 fyrir 89 milljónir punda.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner