Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 14. nóvember 2022 09:39
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Á leið heim til Íslands frá Rosenborg
Mynd: BB.is
Ísfirðingurinn Kári Eydal er á leið ásamt fjölskyldu sinni til Íslands eftir að hafa búið í Þrándheimi að undanförnu. Kári hefur verið á samningi hjá Rosenborg, félagið vill halda honum en Fótbolti.net hefur heimildir fyrir því að Kári vilji finna sér lið á Íslandi.

Áður en Rosenborg bauð Kára samning fékk hann að mæta á æfingar hjá liðinu og náði að sannfæra félagið um að bjóða sér samning.

Kári er átján ára gamall, æfir og spilar með U19 liði Rosenborg og hefur verið kallaður á æfingar með aðalliðinu.

Fjallað var um Kára í upphafi árs og þá var hann ekki búinn að skrifa undir samning við norska félagið.

Sjá einnig:
Ungur Ísfirðingur að semja við Rosenborg? (25. jan)
Athugasemdir
banner
banner
banner