Liverpool og Man Utd skoða Kolo Muani - Rashford of dýr fyrir PSG - Tekur Heitinga við WBA?
   fim 14. nóvember 2024 09:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Iniesta kaupir danskt fótboltafélag
Andres Iniesta.
Andres Iniesta.
Mynd: Getty Images
Spænski snillingurinn Andres Iniesta lagði nýverið skóna á hilluna eftir glæstan feril. Hann er núna farinn að fjárfesta í fótboltafélögum en fyrirtæki á hans vegum hefur fest kaup á félagi í Danmörku.

Hann staðfestir við danska fjölmiðla að fyrirtæki hans sé búið að kaupa meirihlutann í Helsingör.

Iniesta segir að Helsingör sé frábært félag með mjög flotta aðstöðu. Það séu spennandi tímar framundan hjá félaginu.

Helsingör er í C-deild í Danmörku en liðið er sem stendur í sjöunda sætinu þar.

Magnaður fótboltaferill Iniesta teygir sig yfir 22 ár en hann spilaði sinn fyrsta leik með Barcelona árið 2002. Hann er auðvitað þekktastur fyrir tíma sinn hjá Börsungum þar sem hann og Xavi léku listir sínar á miðsvæðinu með sjálfan Lionel Messi í kringum sig.

Iniesta var ótrúlegur miðjumaður og verður að teljast sem einn besti fótboltamaður sögunnar. Hann spilaði 131 landsleik fyrir Spán og skoraði 13 mörk, þar á meðal sigurmarkið í úrslitaleiknum á HM 2010.
Athugasemdir
banner
banner
banner